Tryggingar fyrir einstaklinga og fjölskyldur
Það skiptir máli að vera með réttar tryggingar. Þær veita hugarró og vernd ef eitthvað kemur upp á.
Við bjóðum upp á fjölbreyttar tryggingar á góðu verði. Auðvelt er að fá tilboð á netinu og engin skuldbinding sem fylgir því.
Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.
Tryggingar fyrir einstaklinga og fjölskyldur
Ábyrgðartrygging einstaklinga
Samkvæmt íslenskum lögum berð þú skaðabótaábyrgð ef þú veldur öðrum líkams- eða munatjóni með saknæmum og ólögmætum hætti.
Byggingatrygging
Tryggingin samanstendur af bruna- og húseigendatryggingu, ábyrgðartryggingu og slysatryggingu og er sett saman eftir þínum þröfum.
Brunatrygging ökutækja
Tryggingin hentar þeim sem vilja brunatryggja ökutæki sem eru lítið notuð og jafnvel geymd innandyra yfir vetrartímann.
Brunatrygging húseigna í smíðum
Ef þú ert að byggja þarftu að tryggja eignina gegn eldsvoða, sama á hvaða byggingarstigi hún er.
Bílaleigutrygging kreditkorts
Bílaleigutrygging kreditkorts er trygging fyrir tjóni á bílaleigubíl sem tekinn er á leigu erlendis. Þessi vernd er einungis innifalin í ferðatryggingum ákveðinna kreditkorta.
Bifhjólatrygging
Skyldutrygging fyrir alla eigendur bifhjóla. Bætir tjón sem bifhjólið veldur öðrum.
Barnatrygging
Barnatrygging veitir foreldrum eða forsjáraðilum vernd fyrir tekjumissi og ófyrirséðum kostnaði vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda barns.
Evrópska sjúkratryggingakortið
Evrópska sjúkratryggingakortið veitir korthafa rétt til heilbrigðisþjónustu í öðrum EES löndum, Bretlandi og Sviss.
Ferðatryggingar kreditkorta Sparisjóðanna
VÍS er tryggingafélag ferðatrygginga kreditkorta Sparisjóðanna.
Ferðatryggingar kreditkorta Íslandsbanka
VÍS er tryggingafélag ferðatrygginga kreditkorta Íslandsbanka.
Ferðatrygging Léttkorts Símans Pay
VÍS er tryggingafélag ferðatrygginga Léttkorts Símans Pay.
Ferðatrygging heimilistryggingar
Er þú ert með heimilistryggingu getur þú bætt ferðatryggingu við.
F plús tryggingar
F plús heitir nú heimilistrygging. Viðskiptavinir sem eru með F plús tryggingu færast yfir í heimilistryggingu við næstu endurnýjun.
Húsfélög og tryggingar
Húsfélög sjá oft um kaup á einni sameiginlegri húseigendatryggingu fyrir íbúðir hússins.
Húseigendatrygging íbúðarhúsnæðis
Húseigendatrygging er góð viðbót við lögboðna brunatryggingu. Húseigendatrygging veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum.
Hundatryggingar
Tryggingar fyrir eigendur heimilishunda, ræktunarhunda og sérþjálfaðra hunda.
Hestatryggingar
Tryggingar fyrir eigendur reiðhesta, keppnishesta, kynbótahryssa eða stóðhesta.
Heimilistrygging
Heimilistrygging inniheldur innbústryggingu og fjölskyldu- og frítímatryggingu, þá er val um að bæta við innbúskaskó og ferðatryggingu.
Íþrótta- og tómstundaáhætta
Ertu að fara að keppa erlendis eða stunda áhættusamar tómstundir?
Keppnisviðauki akstursíþrótta
Í flestum akstursíþróttum er gerð krafa um að keppendur og skráningarskyld ökutæki séu tryggð sérstaklega.
Kaskótrygging
Kaskótrygging bætir öll tjón á bílnum þínum nema annað sé tekið fram í skilmála eða skírteini.
Lögboðin brunatrygging
Ef þú átt fasteign ber þér að tryggja hana gegn eldsvoða. Þetta á við um allar tegundir fasteigna.
Lögboðin ábyrgðartrygging ökutækis
Skyldutrygging fyrir öll ökutæki. Tryggingin bætir tjón sem ökutækið þitt veldur öðrum sem og slys sem þú eða sá sem keyrir ökutækið verður fyrir.
Lausafjártrygging
Tryggingin bætir tjón af völdum bruna en einnig er hægt að bæta við hana vernd vegna vatnstjóna, óveðurs, innbrota og ráns.
Sumarhúsatrygging
Sumarhúsatrygging er í grunninn lögboðin brunatrygging en þú getur bætt við trygginguna og þannig tryggt sumarhúsið þitt eins og best verður á kosið og eftir þínum þörfum.
Staðfesting ferðatryggingar
Í ákveðnum tilvikum þarftu að staðfesta við þriðja aðila að þú sért með ferðatryggingu.
SOS International
Ef þú lendir í alvarlegu slysi eða alvarlegum veikindum á ferðalagi erlendis.
Slysatrygging
Tryggir þér bætur vegna varanlegrar læknisfræðilegrar örorku og tannbrota.
Sjúkratrygging
Tryggir þér bætur ef þú greinist með sjúkdóm sem leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku eða tímabundins missis starfsorku.
Sjúkrakostnaðartrygging innanlands
Ertu að flytja lögheimili þitt til landsins eða koma tímabundið vegna vinnu? Þá þarftu vernd þar til þú öðlast réttindi Sjúkratrygginga Íslands.
Sjúkrakostnaðartrygging erlendis
Góð trygging ef þú ætlar að dvelja erlendis umfram gildistíma almennra ferðatrygginga án þess að flytja lögheimili þitt frá Íslandi.
Sjúkdómatrygging
Tryggir þér meira fjárhagslegt öryggi á meðan þú einbeitir þér að heilsunni.
Víðtæk eignatrygging
Víðtæk eignatrygging er gjarnan tekin fyrir einstaka dýra muni en hún tryggir þá fyrir tjónum sem verða vegna skyndilegra, óvæntra og utanaðkomandi atburða.
Viðbótarbrunatrygging
Endurspeglar brunabótamat fasteignar þinnar ekki kostnað við endurbyggingu fasteignarinnar eftir brunatjón? Ef svo er mælum við með viðbótarbrunatryggingu.