Hoppa yfir valmynd

Skíðaferðir

Allt skíðafólk þarf að huga að tryggingavernd sinni hvort sem skíðað er í brekkum innanlands eða erlendis. Við mælum sérstaklega með því að íslenskt skíðafólk kaupi ábyrgðartryggingar þar sem þær eru í boði á skíðasvæðum erlendis.

Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum. Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.

Tryggingar

  • Frítímaslysatrygging bætir líkamstjón tryggðs vegna slysa sem verða í frístundum.
  • Skíðafólk þarf oftar en ekki að framvísa staðfestingu á ábyrgðartryggingu. Ábyrgðartrygging sem er almennt í fjölskyldutryggingum á Íslandi til dæmis ábyrgðartrygging heimilistryggingar tekur á tjóni sem tryggður veldur öðrum með saknæmum hætti. Það þýðir að tryggður þarf að hafa gert eitthvað rangt og verið þannig valdur að slysi. Dæmi um þetta er ef tryggður hunsar skýrar merkingar og villist inn á keppnisbraut og verður þannig valdur að slysi. Svoleiðis atvik gæti hugsanlega talist bótaskylt úr ábyrgðartryggingu. Slys sem maður myndi segja að væri „óhapp“ er ekki bætt úr þessari tryggingu samkvæmt íslenskum skaðabótalögum — og það er mikilvægt að vita.
  • Gott er að fara yfir skoða hvort ferðatryggingar eru fyrir hendi.
  • Í tryggingum er skíðabúnaður skilgreindur sem hluti af innbúi. Búnaðurinn er því tryggður í ferðatryggingu bæði heimilistryggingar og kortatryggingum eins og annar farangur sem þú tekur með þér í ferðina.

Gott að vita

  • Frítímaslysatrygging er innifalin í heimilistryggingu og hún gildir hvar sem er í heiminum.
  • Við ráðleggjum alltaf okkar viðskiptavinum að kaupa ábyrgðartryggingu þar sem hún er í boði á skíðasvæðunum erlendis en hún tekur á tjóni sem tryggingartaki veldur öðrum vegna óhapps. Á Ítalíu er gerð krafa um slíka tryggingu.
  • Helsti kosturinn við að vera bæði með ferðatryggingu kreditkorts og ferðatryggingu heimilistryggingar er sá að ef til tjóns kemur færðu greitt úr báðum tryggingum ef um er að ræða umfangsmikið tjón.
  • Slys og tjón vegna snjóflóða eru undanskilin í öllum ferðatryggingum. Slys sem verða þegar skíðað er utan alfaraleiða eru undanskilin í ferðatryggingum kreditkorta.
  • Ef þú ert með mjög dýran skíðabúnað þá er best fyrir þig að hafa samband við okkur og við skoðum málið með þér.
  • Ýmsar upplýsingar um ferðatjón.

Þú getur séð yfirlit yfir tryggingarnar þínar í VÍS appinu eða með því að skrá þig inn á vefinn okkar.