Hoppa yfir valmynd

Sjúkra­kostn­að­ar­trygging innan­lands

Ertu að flytja til Íslands?underline Hvort sem þú ert að flytja lögheimili þitt til landsins eða koma tímabundið vegna vinnu þá verndar Sjúkrakostnaðartrygging innanlands þig fyrstu sex mánuðina en þann tíma nýtur þú ekki verndar Sjúkratrygginga Íslands.

Nánari upplýs­ingar um sjúkra­kostn­að­ar­trygg­ingu innan­lands

Sjúkrakostnaðartrygging innanlands er skammtímatrygging og hentar hún aðallega tveimur hópum:

 • Þeim sem eru að flytja lögheimili sitt til Íslands og þurfa vernd þar til þeir öðlast réttindi Sjúkratrygginga Íslands. Einstaklingar teljast ekki sjúkratryggðir fyrr en þeir hafa átt lögheimili á Íslandi í sex mánuði.
 • Útlendingum sem eru að koma tímabundið til Íslands vegna vinnu eða náms og hafa sótt um dvalar- eða atvinnuleyfi frá Útlendingastofnun. Tryggingin er skyldutrygging í þessum tilvikum og gildir að hámarki í 12 mánuði. 

Útfyllt beiðni um sjúkrakostnaðartryggingu innanlands verður að fylgja með umsókn um trygginguna.

Nánari upplýsingar um sjúkrakostnaðartryggingu innanlands

Tryggingin bætir

 • Kostnað við sjúkrahúsvist að ráði læknis og kostnað vegna almennrar og sérhæfðar þjónustu sem veitt er á sjúkrahúsum án þess að um innlögn á sjúkrahús sé að ræða.
 • Kostnað við almenna læknishjálp utan sjúkrahúsa.
 • Kostnað við nauðsynlegar rannsóknir og meðferð hjá sérfræðingum eða stofnunum.
 • Kostnað við lyf sem tryggðum aðila er lífsnauðsynlegt að nota að staðaldri auk annars nauðsynlegs lyfjakostnaðar.
 • Óhjákvæmilegan ferðakostnað læknis til vátryggðs og flutningskostnað vátryggðs á sjúkrahús.
 • Kostnað vegna hjúkrunar í heimahúsum vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma eða slysa sem eru innan bótasviðs tryggingarinnar enda komi heimalega í stað sjúkrahúsvistar.

Tryggingin bætir ekki

 • Kostnað vegna bólusetninga.
 • Kostnað vegna dvalar á fæðingarstofnunum.
 • Kostnað sem greiddur er samkvæmt lögum um sjúkratryggingar eða reglugerðum settum samkvæmt þeim.
 • Kostnað vegna slyss sem orðið hefur áður en vátryggingin tók gildi, nema að félaginu hafi verið kunnugt um það.
 • Kostnað vegna sjúkdóms sem fyrst hafði sýnt einkenni áður en vátryggingin tók gildi, nema að félaginu hafi verið kunnugt um það. 
 • Kostnað vegna tannlækninga eða lýtalækninga, nema um sé að ræða nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna bótaskylds slyss eða sjúkdóms.
 • Kostnað vegna meðgöngu, fæðingarhjálpar eða sjúkdóma sem rekja má til meðgöngu eða fósturláts.
 • Kostnað vegna sjúkdóms sem rót á að rekja til neyslu áfengis, fíkniefna eða annarra nautnalyfja.
 • Kostnað vegna slyss af völdum hryðjuverka, vegna hvers konar líffræðilegra eða efnafræðilegra áhrifa og/eða eitrunar, þar með talið vegna sýkla og veira eða þegar afleiðingar slyss verða meiri vegna framangreindra atriða.
 • Kostnað vegna slysa í áhættusömum íþróttagreinum

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Þarftu meiri vernd?

Líftrygging

Líftrygging tryggir hag þeirra sem treysta á þig. Tryggingarfjárhæðin er greidd út ef þú fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur.

Lesa meira

Barnatrygging

Barnatrygging veitir foreldrum eða forsjáraðilum vernd fyrir tekjumissi og ófyrirséðum kostnaði vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda barns. Tryggingin inniheldur örorkuvernd.

Lesa meira

Fríðindi

Barnabílstólar

Viðskiptavinir VÍS fá 10% afslátt af barnabílstólum og 15% afslátt af leigu. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Betra Grip

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af Bridgestone loftbóludekkjum og 12% afslátt af vinnu. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Bílstólaleiga.is

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af stofngjaldi og 20% afslátt af mánaðarleigu miðað við langtímaleigu á bílstól. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Chicco.is

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af barnabílstólum. Gildir ekki sem aukaafsláttur á tilboðsvöru. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

FAKÓ

Viðskiptavinir VÍS fá 15% afslátt af eldvarnateppum og slökkvitækjum. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Græni unginn

Viðskiptavinir VÍS fá 10% afslátt af barnabílstólum. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Harðkornadekk

Viðskiptavinir VÍS fá 25% afslátt af hjólbörðum. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Heimkaup

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af ýmsum öryggisvörum. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Hreiður

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af barnabílstólum í verslun. Gildir ekki sem aukaafsláttur á tilboðsvöru. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Húsasmiðjan

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af barnabílstólum, barnasessum og barnaöryggisvörum. Gildir ekki sem aukaafsláttur á tilboðsvöru. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Klettur

Viðskiptavinir VÍS sem eru með F plús fjölskyldutryggingu fá 15% afslátt af hjólbörðum og 10% afslátt af vinnu. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Nine Kids

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af Cybex og GB barnabílstólum og base. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Fjallakofinn

Viðskiptavinir VÍS fá 10% afslátt af öllum vörum. Gildir ekki sem aukaafsláttur á tilboðsvöru. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

FlyOver Iceland

Viðskiptavinir VÍS fá 15% afslátt af miðum þegar tími er bókaður á netinu. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Vöruhús

Viðskiptavinir VÍS fá 10% afslátt af öryggisvörum Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Eldvarnamiðstöðin

Viðskiptavinir VÍS fá 15% afslátt af öllum vörum ef verslað er í verslun í Sundaborg 7. Gildir ekki sem aukaafsláttur á tilboðsvöru.

Reiðhjólaverzlunin Berlin

Viðskiptavinir VÍS fá 15% afslátt af Closca og Yakkay hjálmum til 31. desember.

Model

Viðskiptavinir VÍS fá 15% afslátt af Crazy Safety og Closca hjálmum í Model á Akranesi og á gjafahus.is. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Aðrar upplýsingar

Ert þú með sjúkra­kostn­að­ar­trygg­ingu innan­lands?

Vantar þig aðstoð? Þarftu að bregðast við slysi eða veikindum? Þarftu að tilkynna slys eða veikindi?

Getum við aðstoðað?

Viðbrögð við líf- og heilsutjóni

Tilkynna slys eða veikindi
Ert þú með sjúkrakostnaðartryggingu innanlands?
Forvarnir
Heilsa

Hreyfing

Hreyf­ing er öll­um nauðsyn­leg og ætti eng­inn að van­meta mik­il­vægi henn­ar. Hreyfing hjálpar til að stuðla að bæði andlegu og líkamlegu heilbrigði.
Lesa meira

Ef þú ert með líf- og heilsutryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Sjá nánar

Eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns .

Sjá nánar

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

Sjá nánar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Sjá nánar

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

Sjá nánar
,