Barnatrygging
Barnatrygging veitir foreldrum eða forsjáraðilum vernd fyrir tekjumissi og ófyrirséðum kostnaði vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda barns. Tryggingin inniheldur einnig örorkuvernd en hún hjálpar barninu að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði á fullorðinsárum valdi slys eða sjúkdómur varanlegri örorku.
Nánari upplýsingar
- Barnatrygging samanstendur af átta bótaþáttum. Þær verndir eru sjúkdómavernd, örorkuvernd, líftrygging, umönnunarvernd vegna sjúkrahúsdvalar, umönnunarvernd í kjölfar sjúkrahúsdvalar, áfallahjálp, ferðakostnaður vegna aðgerðar erlendis og breytinga- og hjálpartækjakostnaður vegna slyss eða sjúkdóms.
- Þú getur keypt tryggingu fyrir barnið frá því það er 1 mánaðar gamalt og fram til loka 17 ára aldurs. Tryggingin gildir til 20 ára aldurs barnsins og fellur niður við næstu endurnýjun eftir að barnið verður 20 ára.
- Ef tryggingartaki barnatryggingar, yngri en 65 ára, fellur frá á gildistíma tryggingarinnar, greiðir VÍS fyrir trygginguna þar til barnið nær 20 ára aldri.
- Árið 2023 kynntum við nýja og betri barnatryggingu. Við hækkuðum fjárhæðir líftryggingar og sjúkdómaverndar og nú falla ellefu sjúkdómar undir sjúkdómaverndina en ekki níu eins og áður. Fimm tímar í áfallahjálp eru nú í boði fyrir þau börn sem hafa lent í einhverskonar áfalli, áður var slíkt einungis í boði ef um bótaskylt tjón var að ræða. Til viðbótar lækkuðum við verðið á tryggingunni og bjóðum nú einnig upp á 10% systkinaafslátt.
Upplýsingar um bótaþætti
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.