
Ferðatryggingar kreditkorta Íslandsbanka
Ef þú ert með kreditkort frá Íslandsbanka getur þú leitað til okkar ef þú lendir í ferðatjóni. Við sjáum um að meta tjónið og greiða þér bætur samkvæmt kortaskilmálum.
Nánari upplýsingar
Ferðatryggingar kreditkorta Íslandsbanka eru mismunandi eftir tegundum kreditkortanna. Þú getur kynnt þér hvaða verndir og bótafjárhæðir hvert kort inniheldur í yfirlitstöflunni hér að neðan.
- Þú þarft ekki að greiða ferð til útlanda með kortinu til að geta nýtt þér tryggingar kortsins vegna ferðatjóns erlendis.
- Þú þarft annað hvort að greiða helming ferðakostnaðar innanlands með kortinu, nýta raðgreiðslur eða bóka gistirými fyrirfram og gefa upp kortanúmer til greiðslu til að nýta tryggingar kortsins vegna ferðatjóns innanlands. Þú þarft að ganga frá kaupum og / eða bókunum áður en þú leggur af stað í ferðina frá heimili þínu.
- Kortatryggingar Íslandsbanka gilda annað hvort í 60 daga eða 90 daga.
- Sum kreditkort Íslandsbanka innihalda tryggingu fyrir tjóni á bílaleigubíl sem tekinn er á leigu erlendis. Hér finnur þú nánari upplýsingar um bílaleigutryggingu kreditkorta.

Staðfesting ferðatryggingar
Í ákveðnum tilvikum þarftu að staðfesta við þriðja aðila að þú sért með ferðatryggingar. Það eru helst sjúkrastofnanir sem þú leitar til erlendis vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda sem þurfa slíka staðfestingu.
Sendiráð, ferðaþjónustuaðilar og aðrir sem skipuleggja hópferðir geta einnig óskað eftir því að fá ferðatryggingar þínar staðfestar áður en ferðalag hefst.

Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.