Nánari upplýsingar um líftryggingu
- Ef þú hefur fyrir öðrum að sjá og ert með fjárhagslegar skuldbindingar er skynsamlegt að huga að líftryggingu. Þú ákveður tryggingarfjárhæðina og hver rétthafi hennar er ef þú fellur frá.
- Líftryggingarbætur eru greiddar út í einu lagi og eru þær skattfrjálsar og verðtryggðar. Það er mikilvægt að líftryggingarfjárhæðin endurspegli skuldbindingar þínar á hverjum tíma. Ef breytingar verða á fjárhagsaðstæðum eða fjölskyldustærð kallar það á endurskoðun tryggingarinnar.
- Þú getur sótt um líftryggingu ef þú ert á aldrinum 18 ára til 69 ára og gildir hún til 70 ára aldurs. Frá 55 ára aldri lækkar líftryggingarfjárhæðin um ákveðið hlutfall árlega en iðgjaldið stendur í stað. Ef þú átt börn yngri en 18 ára eru þau sjálfkrafa líftryggð fyrir ákveðna upphæð í gegnum trygginguna þína.
- Viðskiptavinir sem kaupa líf- og sjúkdómatryggingar í gegnum rafrænt umsóknarferli VÍS hafa val um að styrkja góðgerðarfélög. Þau góðgerðarfélög sem hægt er að velja sinna öflugum forvörnum og hlúa að fólki sem greinst hefur með alvarlega sjúkdóma.

Tryggingarfjárhæð greiðist:
- Ef tryggingartaki lætur lífið vegna slyss eða sjúkdóms.
Tryggingarfjárhæð greiðist ekki:
- Ef tryggingartaki lætur lífið vegna sjálfsvígs sem á sér stað innan eins árs frá því að tryggingin er tekin.
- Ef andlát barns tryggingartaka, auk stjúpbarna, fósturbarna og ættleiddra barna hans, má rekja beint eða óbeint til ástands barnsins, sem tryggingartaki vissi um eða mátti vita um, fyrir gildistöku líftryggingarinnar.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að kynna sér skilmálana vel og átta sig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin. Við bendum á að ítarlegri upplýsingar um trygginguna er að finna hér fyrir neðan.