Hoppa yfir valmynd

Sjúkra­trygging

Hver sem er get­ur greinst með sjúk­dóm.underlineSama hversu heil­brigt líferni þitt er þá getur þér fyr­ir­vara­laust verið kippt út úr dag­legu amstri og þú fengið það mik­il­væga verk­efni að end­ur­heimta heils­una.

Sjúkratrygging tryggir þér bætur ef þú greinist með sjúkdóm sem leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku eða tímabundins missis starfsorku.

Sjúkratrygging er byggð upp á tveimur verndum, örorkubótum og dagpeningum. Þú ræður hvort þú kaupir bara aðra verndina eða báðar.

Örorkubætur

Ef þú færð sjúkdóm sem leiðir til örorku færðu greiddar bætur ef þú ert með örorkuvernd sjúkratryggingar.

  • Ef sjúkdómur leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku sem metin er 25% eða hærra þá færðu greiddar eingreiðslubætur.
  • Ef sjúkdómur leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku sem metin er 100% færðu alla bótafjárhæðina greidda en hlutfallsleg upphæð bótafjárhæðar er greidd ef örorka er minni en 100%.

Dagpeningar

Ef þú færð sjúkdóm sem leiðir til þess að þú getir ekki sinnt starfi þínu færðu greidda dagpeninga ef þú ert með dagpeningavernd sjúkratryggingar.

  • Ef þú missir tímabundið 50% eða meira af starfsorku þinni færðu greidda dagpeninga frá lokum biðtíma ef þú ert óvinnufær að mati læknis eða þar til örorkumat hefur farið fram.
  • Biðtími er sá tími sem þú þarft að bíða áður en greiðslur hefjast.

Tryggingin greiðir

  • Bætur ef sjúkdómur veldur varanlegri læknisfræðilegri örorku.
  • Dagpeninga ef sjúkdómur leiðir til tímabundins missis starfsorku.

Tryggingin greiðir ekki

  • Bætur eða dagpeninga ef sjúkdómur hafði sýnt einkenni áður en tryggingin tók gildi.
  • Bætur eða dagpeninga ef sjúkdómur er af völdum ljósabaða, lækningameðferðar, skurðaðgerðar eða lyfjanotkunar, nema að meðferðin sé að læknisráði vegna bótaskylds sjúkdóms og gerð á viðurkenndri heilbrigðisstofnun.
  • Bætur eða dagpeninga ef sjúkdómur stafar af neyslu áfengis eða fíkniefna.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Þarftu meiri vernd?

Líftrygging

Líftrygging tryggir hag þeirra sem treysta á þig. Tryggingarfjárhæðin er greidd út ef þú fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur.

Lesa meira

Sjúkdómatrygging

Enginn býst við því að missa heilsuna vegna alvarlegra veikinda en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Sjúkdómatrygging er fjárhagsleg vernd og tryggir þér bætur ef þú greinist með einhvern þeirra sjúkdóma sem tryggingin nær yfir.

Lesa meira

Slysatrygging

Slysatrygging tryggir þér bætur vegna tannbrota og varanlegrar læknisfræðilegrar örorku í kjölfar slyss. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum hvort sem slys verður við vinnu eða í frítíma.

Lesa meira

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar
Forvarnir
Heilsa

Hreyfing

Hreyf­ing er öll­um nauðsyn­leg og ætti eng­inn að van­meta mik­il­vægi henn­ar. Hreyfing hjálpar til að stuðla að bæði andlegu og líkamlegu heilbrigði.
Lesa meira

Ef þú ert með líf- og heilsutryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

readMoreText

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

readMoreText

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

readMoreText

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

readMoreText

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

readMoreText