
Sjúkratrygging
Sjúkratrygging tryggir þér bætur ef þú greinist með sjúkdóm sem leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku eða tímabundins missis starfsorku.
Sjúkratrygging er byggð upp á tveimur verndum, örorkubótum og dagpeningum. Þú ræður hvort þú kaupir bara aðra verndina eða báðar.
Örorkubætur
Ef þú færð sjúkdóm sem leiðir til örorku færðu greiddar bætur ef þú ert með örorkuvernd sjúkratryggingar.
- Ef sjúkdómur leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku sem metin er 25% eða hærra þá færðu greiddar eingreiðslubætur.
- Ef sjúkdómur leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku sem metin er 100% færðu alla bótafjárhæðina greidda en hlutfallsleg upphæð bótafjárhæðar er greidd ef örorka er minni en 100%.
Dagpeningar
Ef þú færð sjúkdóm sem leiðir til þess að þú getir ekki sinnt starfi þínu færðu greidda dagpeninga ef þú ert með dagpeningavernd sjúkratryggingar.
- Ef þú missir tímabundið 50% eða meira af starfsorku þinni færðu greidda dagpeninga frá lokum biðtíma ef þú ert óvinnufær að mati læknis eða þar til örorkumat hefur farið fram.
- Biðtími er sá tími sem þú þarft að bíða áður en greiðslur hefjast.
Tryggingin greiðir
- Bætur ef sjúkdómur veldur varanlegri læknisfræðilegri örorku.
- Dagpeninga ef sjúkdómur leiðir til tímabundins missis starfsorku.
Tryggingin greiðir ekki
- Bætur eða dagpeninga ef sjúkdómur hafði sýnt einkenni áður en tryggingin tók gildi.
- Bætur eða dagpeninga ef sjúkdómur er af völdum ljósabaða, lækningameðferðar, skurðaðgerðar eða lyfjanotkunar, nema að meðferðin sé að læknisráði vegna bótaskylds sjúkdóms og gerð á viðurkenndri heilbrigðisstofnun.
- Bætur eða dagpeninga ef sjúkdómur stafar af neyslu áfengis eða fíkniefna.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.