Hoppa yfir valmynd

Keppnisvið­auki akst­ursí­þrótta

Í flest­um akst­ur­síþróttum er gerð krafaunderlineum að keppendur og skráningarskyld ökutæki séu tryggð. Lögboðin ábyrgðartrygging ökutækja tryggir þó ekki tjón sem verða í viðurkenndum aksturskeppnum nema að keppnisviðauki akstursíþrótta sé til staðar.

Nánari upplýsingar um keppnisviðauka akstursíþrótta

Keppnisviðaukinn tekur á því tjóni sem þú getur valdið öðrum en hann inniheldur ekki kaskótryggingu og bílrúðutryggingu sem tekur á tjóni á eigin ökutæki. Hægt er að velja um að kaupa keppnisviðauka sem gildir í 7 daga eða 6 mánuði og er hann eingöngu gefinn út fyrir keppnir á Íslandi. Verð miðast við áhættu þar sem flokkur 1 ber minnsta áhættu og flokkur 3 mesta áhættu.

Þú getur sótt um viðaukann með því að senda tölvupóst á vis@vis.is. Í tölvupóstinum þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Í hvaða akstursíþrótt ökutækið verður notað.
  • Kennitala tryggingartaka.
  • Skráningarnúmer ökutækis.
  • Gildistími sem óskað er eftir, 7 dagar eða 6 mánuðir.
  • Hvort óskað er eftir slysatryggingu.

Almennt inniheldur lögboðin ábyrgðartrygging ökutækja ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns og eiganda. Við bendum sérstaklega á að slysatrygging ökumanns og eiganda er valfrjáls trygging fyrir torfærutæki sem eru ekki í almennri umferð t.d. flesta vélsleða, krossara og fjórhjól.

Skráningarskyld ökutæki (vélsleðar, fjórhjól og bifhjól undanskilin)

Keppnisviðaukanum fylgir slysatrygging ökumanns og eiganda.

Vélsleðar, fjórhjól og bifhjól

Keppnisviðaukanum fylgir ekki slysatrygging ökumanns og eiganda nema að viðkomandi sé með valkvæða slysatryggingu ökumanns og eiganda í gildi.

Óskráningarskyld ökutæki

Í þeim akstursíþróttum þar sem keppt er á ökutækjum sem eru ekki skráningarskyld er oftast krafist ábyrgðartryggingar í keppnum. Viðskiptavinir VÍS geta keypt frjálsa ábyrgðartryggingu í þeim tilfellum og jafnframt tryggt ökumenn með kaupum á slysatryggingu.

Hafðu endilega samband við okkur ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig með ánægju.

Algengar spurningar um akstursíþróttir og tryggingar

Hverjir eru áhættuflokkar akstursíþrótta?
Hvernig eru teg­und­ir keppna flokkaðar eft­ir áhættu?
Af hverju þarf að borga fyrir keppnisviðauka?
Geta allir keypt keppnisviðauka?
Þarf ég að kaupa marga viðauka ef ég keppi í fleiri en einni akstursíþrótt á sama ökutækinu?
Get ég sett fleiri en eitt öku­tæki und­ir sama viðauk­ann?
Hver má aka öku­tæk­inu í keppni sam­kvæmt viðauka?
Er hægt að kaupa viðauka þannig að bíl­rúðu- eða kaskó­trygg­ing gildi í keppni?
Er hægt að fá viðauka með ann­an gild­is­tíma en 7 daga eða 6 mánuði?