Hoppa yfir valmynd

SOS International

Ef þú lendir í alvarlegu slysi eða ófyrirséðum og alvarlegum veikindum á ferðalagi erlendis, þarf sú sjúkrastofnun sem þú leitar til að fá ferðatrygginguna þína staðfesta.

  • SOS International, sími +45 3848 8080 sér um að staðfesta ferðatryggingu þína og greiðir fyrir þá þjónustu sem þér er veitt sé málið bótaskylt.
  • Hjá SOS International er sólarhringsvakt þar sem sérþjálfað starfsfólk getur einnig aðstoðað þig við að útvega lækni, sjúkrahúsvist og heimflutning.
  • Ef starfsfólk sjúkrastofnana erlendis kallar eftir upplýsingum um hvernig eigi að staðfesta ferðatryggingu þína getur þú sýnt þeim Information for Medical Personnel.
  • Ef um minniháttar slys eða veikindi er að ræða er yfirleitt óþarfi að hafa samband við SOS International. Í slíkum tilvikum greiðir þú sjúkrakostnað og geymir reikningana. Þú getur látið öll gögn fylgja með þegar þú tilkynnir tjónið til okkar. Sýndu Evrópska sjúkratryggingarkortið ef þú leitar til læknis sem starfar innan opinbera sjúkratryggingakerfis EES.

Aðrar upplýsingar

SOS International

+45 3848 8080