- Kauptímabil: Frá 8 vikna aldri kattar.
- Tryggingarfjárhæð: Tryggingarfjárhæð umönnunartryggingar katta er föst fjárhæð sem kemur fram í tilboði, á tryggingarskírteini og endurnýjunarkvittun.
- Gildistími: Getur gilt út lífaldur kattar en bótatími er að hámarki 60 dagar á hverju tryggingartímabili.
Þú getur sótt um umönnunartryggingu katta rafrænt.
Tryggingin bætir
- Kostnað vegna vistunar og gæslu kattar á dýrahóteli eða sambærilegri stofnun ef þú eða heimilisfólk þitt veikist eða slasist það alvarlega að þið getið ekki séð um köttinn.
Tryggingin bætir ekki
- Kostnað vegna sjúkdóma sem voru til staðar eða slysa sem urðu áður en tryggingin tók gildi.
- Kostnað vegna viðvarandi sjúkdómsástands einhvers í fjölskyldunni.
- Kostnað vegna atvika sem tengjast meðgöngu eða fæðingu.
- Kostnað vegna veikinda sem rekja má til misnotkunar áfengis, lyfja eða áverka sem viðkomandi veldur sjálfum sér.
- Kostnað vegna ofnæmis fjölskyldumeðlima fyrir kettinum.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.