Nánari upplýsingar um brunatryggingu
- Brunatrygging ökutækis tryggir ökutæki einungis gegn bruna og því mælum við frekar með kaskótryggingu ef verðmæti ökutækis er verulegt eða ef ökutækið er í reglulegri notkun.
- Algengt er að ökutæki á borð við fornbíla og mótorhjól séu geymd innandyra yfir vetrartímann. Brunatrygging ökutækja er tilvalin í þeim tilfellum.

Tryggingin bætir
- Tjón vegna eldsvoða.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón vegna annarra orsaka en eldsvoða.
- Tjón á aukabúnaði og öðrum fylgihlutum.
Trygging frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er innifalin í brunatryggingu ökutækja. Sú trygging bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Afslættir og aðrar upplýsingar
Skilmálar og upplýsingaskjal
