Nánari upplýsingar um
bílrúðutryggingu
Gott er að eiga bílrúðulímmiða í hanskahólfinu. Bílrúðulímmiðar frá VÍS eru í boði á skrifstofum okkar og N1 stöðvum um land allt. Þú getur einnig haft samband við okkur og við sendum þér límmiða.
Þú tilkynnir bílrúðutjón til verkstæðis sem er í samstarfi við okkur. Ef skemmdin er lítil er mikilvægt að þú leitir til verkstæðis sem býður upp á bílrúðuviðgerð. Sum verkstæði bjóða einungis upp á bílrúðuskipti.
Bílrúðuviðgerð · Engin eigin áhætta!
- Ef skemmdin er minni en stærð 100 krónu penings eru góðar líkur á að hægt sé að gera við hana án þess að skipta um bílrúðuna.
- Við mælum með að þú setjir bílrúðulímmiða yfir skemmdina sem fyrst til að verjast óhreinindum og raka. Þannig aukast líkur á að viðgerðin heppnist.
- Ef hægt er að gera við rúðuna án rúðuskipta bætum við þér tjónið að fullu.
Bílrúðuskipti · Eigin áhætta 20% af kostnaði.
- Nauðsynlegt er að skipta um bílrúðuna ef um stærri skemmd er að ræða eða ef skemmd er í sjónlínu ökumanns.
- Ef skipta þarf um bílrúðu er eigin áhætta þín 20% af kostnaði.

Tryggingin bætir
- Brot á framrúðu, afturrúðu og hliðarrúðum ökutækis ásamt ísetningarkostnaði.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón á topplúgum og glerþökum.
- Rúðu sem brotnar við úrtöku eða ísetningu.
- Ef aðeins flísast úr rúðu eða hún rispast.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum ökutækjatryggingar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.