Hoppa yfir valmynd

Heim­il­is­trygging

Öll eigum við það sameiginlegtunderlineað geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki.

Heimilistrygging inniheldur innbústryggingu og fjölskyldu- og frítímatryggingu, þá er val um að bæta við innbúskaskó og ferðatryggingu.

Fjölskyldusamsetning, ósk um tryggingavernd og eigin áhættu er misjöfn og því er hægt að setja trygginguna saman eins og hentar hverjum og einum.

Hvað hentar þér og þínum?

  • Innbústrygging er grunnurinn hjá okkur og henni fylgir ábyrgðartrygging einstaklings. Innbústrygging tryggir innbú og persónulega muni sem fylgja almennu heimilishaldi fyrir bruna, þjófnaði og vatnstjóni. Innbústrygging hentar vel fyrir þá sem vilja tryggja innbúið sitt sama hvort það er á lögheimili eða á öðrum stað eins og til dæmis í auka íbúð sem viðkomandi á. Ábyrgðartrygging einstaklings tryggir fjárhagstjón ef fjölskyldumeðlimur verður skaðabótaskyldur gagnvart öðrum.
  • Fjölskyldu- og frítímatrygging er víðtæk trygging fyrir þig og fjölskylduna. Í henni er frítímaslysatrygging, áfallahjálp, sjúkrahúslegutrygging og málskostnaðartrygging.
  • Innbúskaskó er valkvæð trygging sem hægt er að velja með innbústryggingu eða heimilistryggingu. Innbúskaskó nær yfir ýmiskonar óhöpp sem leiða til tjóns á innbúi þínu. Algengustu tjónin sem við greiðum úr innbúskaskó eru tjón á farsímum, tölvum og gleraugum.
  • Ferðatrygging er valkvæð trygging sem hægt er að velja með innbústryggingu eða heimilistryggingu. Helsti kosturinn við að vera bæði með ferðatryggingu kreditkorts og ferðatryggingu heimilistryggingar er sá að ef ferðatrygging kreditkorts bætir ekki tjón að fullu getur þú sótt í ferðatryggingu heimilistryggingar.
Hvað hentar þér og þínum?

Nánari upplýsingar um verndir heimilistryggingar

Almennt um heimilistryggingu
Innbústrygging
Ábyrgðartrygging einstaklings
Frítímaslysatrygging
Áfallahjálp
Sjúkrahúslegutrygging
Málskostnaðartrygging
Innbúskaskó (valkvæð trygging)
Ferðatrygging (valkvæð trygging)

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar
Forvarnir
Heimilið

Innbrot

Margt er hægt að gera til að fyr­ir­byggja inn­brot. Oft á tíðum er and­lega van­líðan og óör­yggið sem fylg­ir því að brot­ist er inn á heim­ilið mun verra en tjónið og mun­ir sem hverfa í inn­brot­inu.  Því er mik­il­vægt að hver og einn sé meðvitaður um þær for­varn­ir sem hann get­ur sinnt til að koma í veg fyr­ir inn­brot hjá sér. Reynsl­an hef­ur sýnt að inn­brot eru oft vel skipu­lögð. Þjóf­ar eru oft­ast að leita eft­ir hlut­um sem auðvelt er að koma í verð eins og mynda­vél­um, far­tölv­um, sím­um, spjald­tölv­um, flat­skjá­um, pen­ing­um og skart­grip­um.
Lesa meira

Ef þú ert með heimilis- og innbústryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

readMoreText

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

readMoreText

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

readMoreText

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

readMoreText

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

readMoreText