Afnotamissistrygging hunda
Góð trygging fyrir alla sem eiga sérþjálfaðan hund eða hund sem notaður er í kynbótaræktun. Ef hundurinn þinn er tryggður með afnotamissistryggingu færð þú greiddar bætur ef hundurinn tapar eiginleikum sínum til kynbótaræktunar eða sérþjálfaðs hlutverks. Afnotamissistryggingu hunda getur þú einungis keypt með líftryggingu hunda.
- Kauptímabil: Þegar hundur er á aldrinum 8 vikna til 5 ára.
- Fjárhæð: Fjárhæð afnotamissistryggingar hunda er jafnhá fjárhæð líftryggingar hundsins, að frádregnum 50.000 kr. Fjárhæðin helst óskert þar til hundurinn verður 7 ára en þá lækkar hún um 20% árlega.
- Gildistími: Þegar hundurinn verður 10 ára fellur tryggingin niður og endurnýjast ekki. Ef greiddar eru út bætur úr afnotamissistryggingu hunds fellur líftrygging hundsins og sjúkrakostnaðartrygging hans niður á tjónsdegi. Ef þú vilt hafa þessar tryggingar áfram í gildi fyrir hundinn verður þú að sækja um þær aftur. Tryggingarnar eru þó einungis í boði ef hundurinn er yngri en 5 ára. Ef ábyrgðartrygging og umönnunartrygging eru til staðar þegar greiddar eru bætur úr afnotamissistryggingu, halda þær gildi sínu.
- Sjá fleiri hundatryggingar.
Kynbótaræktun | Tryggingin bætir
- Ef hundur tapar frjósemi vegna sjúkdóms í legi, eggjastokkum, blöðruhálskirtli eða eistum.
- Ef tvær sæðisfrumutalningar með minnst 6 mánaða millibili sýna að hundur sé ófrjór.
- Ef ekki er lengur hægt að nota hund til ræktunar vegna mjaðmaloss, liðbólgu í mjaðmalið, misvaxtar í olnboga eða liðbólgu í olnboga. Það er skilyrði að hundur hafi verið með afnotamissistryggingu hjá VÍS, samfellt frá að minnsta kosti fjögurra mánaða aldri.
- Ef tík verður ekki hvolpafull eftir mökun við tvo hunda sem áður hafa verið frjósamir.
Kynbótaræktun | Tryggingin bætir ekki
- Afnotamissi vegna sjúkdóma sem voru til staðar eða slysa sem urðu áður en tryggingin tók gildi.
- Afnotamissi vegna tíkur sem hefur þrisvar átt hvolpa.
- Afnotamissi vegna hunds sem hefur náð 6 ára aldri og aldrei eignast hvolpa.
- Afnotamissi vegna geðsjúkdóma, atferlisbrests eða skapgerðargalla.
- Afnotamissi vegna slyss sem varð vegna þess að hundur var bundinn við ökutæki, laus í ökutæki eða yfirgefinn í ökutæki eða á palli tengdu því.
Sérþjálfaðir hundar | Tryggingin bætir
- Ef hundur tapar sannanlega og til frambúðar eiginleikum sínum sem nauðsynlegir eru svo hann geti sinnt sérþjálfuðu hlutverki sínu vegna slyss eða sjúkdóms.
Sérþjálfaðir hundar | Tryggingin bætir ekki
- Afnotamissi vegna sjúkdóma sem voru til staðar eða slysa sem urðu áður en tryggingin tók gildi.
- Afnotamissi vegna hunds sem ekki er lengur hægt að nota í sérþjálfað hlutverk vegna mjaðmarloss, liðbólgu í mjaðmarlið, olnbogaloss, liðbólgu í olnboga, beinklökkva, bein- eða brjóskkvelli.
- Afnotamissi vegna smitandi lifrarbólgu.
- Afnotamissi vegna geðsjúkdóma, atferlisbrests eða skapgerðargalla.
- Afnotamissi vegna slyss sem varð vegna þess að hundur var bundinn við ökutæki, laus í ökutæki eða yfirgefinn í ökutæki.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.