Hoppa yfir valmynd

Reið­hjóla­trygging

Það er óþarfi að burðast með áhyggjurunderlineReiðhjólatryggingin okkar tryggir verðmætin þín enn betur.

Hjól, knúin af lærum eða rafmagni, haldast vel í verði hjá okkur, því eftir fyrsta árið afskrifast verðmæti hjólsins einungis um 10% frá kaupverðinu á ári. Afskriftir hætta þegar verðmætið hefur náð 30% af upprunalegu kaupverði.

Nánari upplýs­ingar um reið­hjóla­trygg­ingu

 • Það er óþarfi að burðast með hjólið út um allt. Geymdu það í læstri geymslu eða notaðu öruggan hjólalás.
 • Við mælum með reiðhjólatryggingu ef þú átt hjól að verðmæti 200.000 kr. eða hærra.
 • Eigin áhætta er ávallt 50.000 kr. óháð verðmæti hjólsins.
 • Verðið sem þú borgar á ári miðast við verðmæti hjólsins á því ári að teknu tilliti til afskrifta en ekki upphaflega kaupverðinu.
 • Ef þú ert með F plús færðu 50% afslátt af verðinu.
 • Ef þú eða maki er með F plús með gildri frítímaslysatryggingu þá gildir hún við æfingar og keppni í hjólreiðum, án viðbótargjalds.
 • Reiðhjólatryggingin bætir öll skyndileg, utanaðkomandi atvik, sem ekki eru sérstaklega undanskilin.
 • Tryggingin gildir á Íslandi og á ferðalagi í allt að 92 daga, auk þess tíma sem tekur að flytja hjólið milli landa.
Nánari upplýsingar um reiðhjólatryggingu
Hver er munurinn á reiðhjólatryggingu og þeirri vernd sem reiðhjólafólk og reiðhjól hefur í F plús fjölskyldutryggingum?

Tryggingin bætir

 • Öll tjón á reiðhjóli vegna skyndilegra, utanaðkomandi atvika nema annað sé sérstaklega tekið fram.
 • Þjófnað á reiðhjóli sem kærður hefur verið til lögreglu og það ekki fundist innan 14 daga frá þjófnaði.
 • Tjón vegna grjóthruns, skriðufalla, snjóflóðs úr fjallshlíð, aur- eða vatnsflóðs og eldingar.

Tryggingin bætir ekki

 • Slit á reiðhjóli vegna notkunar, t.d. tæringu, ryðbruna og annað hefðbundið slit.
 • Tjón á reiðhjóli vegna þess að það rispast, beyglast eða merst ef það rýrir ekki notagildi þess.
 • Tjón vegna bilunar, rangrar samsetningar eða galla
 • Þjófnað ef reiðhjólið var ekki í læstri geymslu eða læst við fastan hlut.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Reiknivél reiðhjólatryggingar

Hvað færðu bætt?

Hvað færðu bætt ef hjólið þitt eyðileggst eða því er stolið? Hér getur þú reiknað áætlaðar tjónabætur, miðað við altjón reiðhjóls, út frá kaupverði, kaupári og 50.000 kr. eigin áhættu.

Hvað kostaði reiðhjólið
Hvenær keyptir þú reiðhjólið?

Áætlaðar tjónabætur samtals:

0 kr.

Þarftu meiri vernd?

Slysatrygging

Slysatrygging tryggir þér bætur vegna tannbrota og varanlegrar læknisfræðilegrar örorku í kjölfar slyss. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum hvort sem slys verður við vinnu eða í frítíma.

Lesa meira

Séráhætta

Ertu að fara að keppa erlendis eða stunda áhættusamar tómstundir? Ef þú ert með F plús tryggingu getur þú í flestum tilfellum keypt verndina séráhætta til skamms tíma.

Lesa meira

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar

Ert þú með reið­hjóla­trygg­ingu?

Vantar þig aðstoð? Þarftu að bregðast við tjóni? Þarftu að tilkynna tjón?

Getum við aðstoðað?

Fyrstu viðbrögð við tjóni

Tilkynna tjón
Ert þú með reiðhjólatryggingu?
Forvarnir
Frítími

Á hjóli

Alltaf er gott og heilbrigt að skilja bílinn eftir og fara um gangandi eða nýta sér t.d. reiðhjól, hlaupahjól, bretti eða hvað annað sem í boði er.
Lesa meira

Ef þú ert með ökutækjatryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

readMoreText

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

readMoreText

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

readMoreText

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

readMoreText

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

readMoreText