Hoppa yfir valmynd

Rafhlaupa­hjól

Það er bæði umhverfisvænt og hagkvæmtunderlineað ferðast á rafhlaupahjóli en það skiptir máli að vera með réttan öryggisbúnað og að þú kynnir þér hvaða tryggingavernd þú ert með.

Almennt fellur slys á fólki undir frítímaslysatryggingu og tjón á hjólinu undir innbústryggingu og innbúskaskótryggingu.

Láttu okkur vita ef þú lendir í slysi eða ef hjólið þitt verður fyrir tjóni.

Ert þú með rétta trygg­inga­vernd?

  • Frítímaslysatrygging bætir líkamstjón vegna slysa sem verða í frístundum til dæmis vegna slysa sem verða á rafhlaupahjólum. Frítímaslysatrygging er innifalin í F plús 2, 3 og 4 tryggingunum okkar.
  • Atvinnurekendur eru skyldugir að slysatryggja starfsfólk sitt á vinnutíma. Í vissum tilfellum gildir tryggingin einnig í frítíma ef kjarasamningar segja til um það eða ef atvinnurekendur hafa keypt frítímavernd sem er valfrjáls vernd í slysatryggingu launþega.
  • Þú getur séð hvaða tryggingar þú ert með á tryggingayfirliti þínu.
Algengar spurningar
Ert þú með rétta tryggingavernd?

Er hjólið rétt tryggt?

  • Rafhlaupahjól eru skilgreind sem hluti af innbúi.
  • Innbústrygging nær yfir tjón á innbúi vegna bruna, þjófnaðar og vatns. Innbústrygging er innifalin í öllum F plús fjölskyldutryggingunum okkar.
  • Innbúskaskótrygging nær yfir ýmiskonar óhöpp sem leiða til tjóns á innbúi þínu. Innbúskaskó er innifalin í F plús 4 og valkvæð í F plús 1, 2 og 3. Munur er á bótafjárhæðum, upphæð eigin áhættu og hversu víðtæk verndin er eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða.
  • Ef verðmæti rafhlaupahjóls fer yfir 250.000 krónur mælum við með lausafjártryggingu og eða víðtækri eignatryggingu.
  • Lausafjártrygging er grunntrygging fyrir verðmæta staka muni. Trygg­ing­in bæt­ir tjón af völd­um bruna en einnig er hægt að bæta við hana vernd vegna vatns­tjóna, óveðurs, inn­brota og ráns. Lausafjártrygging hentar sem viðbót við F plús þegar að heildarverðmæti sérstakra muna fer yfir hámarksbótafjárhæðir eða ef þú vilt tryggja einstaka verðmæta muni en ert ekki með F plús.
  • Víðtæk eignatrygging er gjarnan tekin fyrir einstaka dýra muni en hún tryggir þá fyrir tjón­um sem verða vegna skyndilegra, óvæntra og utanaðkomandi atburða. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum á meðan munirnir eru í umsjá þinni.
  • Við bendum viðskiptavinum okkar á að passa upp á greiðslukvittanir svo hægt sé að framvísa þeim ef tilkynna þarf tjón.
  • Þú getur séð hvaða tryggingar þú ert með á tryggingayfirliti þínu.
Algengar spurningar
Er hjólið rétt tryggt?
Forvarnir
Umferð

Eldri borgarar

Með hækkandi aldri verða marg­ar lík­am­leg­ar breyt­ing­ar hjá einstaklingum. Heyrn, sjón, viðbragð og stöðug­leiki breyt­ist sem get­ur haft áhrif á akst­urs­hæfi. Þetta má meðal ann­ars sjá á tjóna­or­sök­um en þær breyt­ast með aldr­in­um. Tjón þar sem bakkað er á verða tíðari ásamt tjón­um þar sem vinstri beygj­ur eru tekn­ar. Eldri borg­ar­ar þurfa að vera meðvitaðir um þá þætti í um­ferðinni sem þeim finnst erfiðara að tak­ast á við en áður og taka til­lit til þeirra. 
Lesa meira