Hoppa yfir valmynd

Rafhlaupa­hjól

Það er bæði umhverfisvænt og hagkvæmtunderline að ferðast á rafhlaupahjóli en það skiptir máli að vera með réttan öryggisbúnað og að þú kynnir þér hvaða tryggingavernd þú ert með.

Almennt fellur slys á fólki undir frítímaslysatryggingu og tjón á hjólinu undir innbústryggingu og innbúskaskótryggingu.

Láttu okkur vita ef þú lendir í slysi eða ef hjólið þitt verður fyrir tjóni.

Ert þú með rétta trygg­inga­vernd?

  • Frítímaslysatrygging bætir líkamstjón vegna slysa sem verða í frístundum til dæmis vegna slysa sem verða á rafhlaupahjólum. Frítímaslysatrygging er innifalin í F plús 2, 3 og 4 tryggingunum okkar.
  • Atvinnurekendur eru skyldugir að slysatryggja starfsfólk sitt á vinnutíma. Í vissum tilfellum gildir tryggingin einnig í frítíma ef kjarasamningar segja til um það eða ef atvinnurekendur hafa keypt frítímavernd sem er valfrjáls vernd í slysatryggingu launþega.

Þú getur séð hvaða tryggingar þú ert með á tryggingayfirliti þínu.

TryggingayfirlitTilkynna tjón
Ert þú með rétta tryggingavernd?

Er hjólið rétt tryggt?

  • Rafhlaupahjól eru skilgreind sem hluti af innbúi.
  • Innbústrygging nær yfir tjón á innbúi vegna bruna, þjófnaðar og vatns. Innbústrygging er innifalin í öllum F plús fjölskyldutryggingunum okkar.
  • Innbúskaskótrygging nær yfir ýmiskonar óhöpp sem leiða til tjóns á innbúi þínu. Innbúskaskó er innifalin í F plús 4 og valkvæð í F plús 1, 2 og 3. Munur er á bótafjárhæðum, upphæð eigin áhættu og hversu víðtæk verndin er eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða.
  • Ef verðmæti rafhlaupahjóls fer yfir 250.000 krónur mælum við með lausafjártryggingu og eða víðtækri eignatryggingu.
  • Lausafjártrygging er grunntrygging fyrir verðmæta staka muni. Trygg­ing­in bæt­ir tjón af völd­um bruna en einnig er hægt að bæta við hana vernd vegna vatns­tjóna, óveðurs, inn­brota og ráns. Lausafjártrygging hentar sem viðbót við F plús þegar að heildarverðmæti sérstakra muna fer yfir hámarksbótafjárhæðir eða ef þú vilt tryggja einstaka verðmæta muni en ert ekki með F plús.
  • Víðtæk eignatrygging er gjarnan tekin fyrir einstaka dýra muni en hún tryggir þá fyrir tjón­um sem verða vegna skyndilegra, óvæntra og utanaðkomandi atburða. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum á meðan munirnir eru í umsjá þinni.
  • Við bendum viðskiptavinum okkar á að passa upp á greiðslukvittanir svo hægt sé að framvísa þeim ef tilkynna þarf tjón.

Þú getur séð hvaða tryggingar þú ert með á tryggingayfirliti þínu.

TryggingayfirlitTilkynna tjón
Er hjólið rétt tryggt?

Algengar spurningar

Ég týndi rafhlaupahjólinu mínu, er tjónið bætt?
Rafhlaupahjólinu mínu var stolið, er tjónið bætt?
Gilda tryggingarnar mínar ef ég keyri rafhlaupahjólið mitt hraðar en 25 km á klst.?
Tekur lausafjártrygging ekki á tjóni á búnaði þegar ég er að nota hann?
Hvar sé ég bótafjárhæðir?
Hvar sé ég upphæðir eigin áhættu?
Forvarnir
Umferð

Forvarnir og rafmagnshlaupahjól

Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark á rafmagnshlaupahjólum. Þó er mjög mikilvægt að fara eftir viðmiðum og leiðbeiningum frá framleiðanda. Þar getur aldurstakmark verið mismunandi eftir hámarkshraða hjóls, t.d. átta ár ef hámarkshraði er 12 km/klst. 14, 16 eða 18 ára ef hámarkshraði 25 km/klst. eða aldurstakmark út frá hæð notanda. Ekki er víst að allir foreldrar átti sig á þessum viðmiðum þar sem sjá má krakkar allt niður í átta ára, á hjólum með hámarkshraða 25 km/klst.
Lesa meira