Hoppa yfir valmynd

Húsfélög og
trygg­ingar

Mikilvægt er að eigendurunderlineíbúða í fjölbýlishúsum og forsvarsmenn húsfélaga séu meðvitaðir um þá tryggingavernd sem er til staðar.

Algengt er að húsfélög sjái um kaup á einni sameiginlegri húseigendatryggingu fyrir íbúðir hússins. Einnig hafa húsfélög keypt lausafjártryggingu eða víðtæka eignatryggingu fyrir muni sem eru í eigu húsfélagsins.

Sameig­inleg húseig­enda­trygging

  • Öllum eigendum fasteigna ber að tryggja fasteignir sínar gegn eldsvoða með lögboðinni brunatryggingu. Við mælum með húseigendatryggingu til viðbótar við lögboðna brunatryggingu.
  • Í fjölbýlishúsum er algengt að húsfélög sjái um að kaupa húseigendatryggingu fyrir allar íbúðir hússins. Kostir þess að kaupa sameiginlega tryggingu er annars vegar hagstæðara verð og hins vegar að eigendur lenda síður í ágreiningi ef til tjóns kemur og íbúar eru með tryggingar sínar hjá sitthvoru tryggingafélaginu. Að hafa sameiginlega tryggingu hjá einu tryggingafélagi er því hagstæðara og fækkar flækjunum. Ákvörðun um kaup á húseigendatryggingu er tekin á löglegum húsfundum og skuldbindur hún eigendur til þátttöku.
  • Húseigendatrygging veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum. Húseigendatrygging bætir meðal annars tjón vegna vatnsleka frá lögnum, skemmdir sem verða vegna innbrota eða innbrotstilrauna, ef rúður brotna og ef skemmdir verða vegna óveðurs. Þá tekur tryggingin einnig á því ef helluborð og hreinlætistæki brotna vegna óvæntra og skyndilegra óhappa.
  • Húseigendatryggingin tekur ekki á tjónum sem verða á innbúi eða lausamunum sem eru í fasteigninni. Innbú og aðra lausamuni þarf að tryggja sérstaklega með innbústryggingu, innbúskaskótryggingu eða lausafjártryggingu ef um sérstaklega verðmæta hluti er að ræða.
Sameiginleg húseigendatrygging

Algengar spurningar um húsfélög og tryggingar

Ég er með brunatryggingu og svo er innbúið mitt tryggt með innbústryggingu og innbúskaskótryggingu. Þarf ég líka að hafa húseigendatryggingu?
Ég var að kaupa íbúð í fjölbýlishúsi og húsfélagið er með tryggingu hjá ykkur. Nær húseigendatrygging húsfélagsins áfram yfir íbúðina eða þarf ég að ganga frá einhverjum skjölum varðandi þetta við eigendaskiptin?
Ég var með húseigendatryggingu á eign sem ég var að selja og er að kaupa eign í fjölbýli þar sem húsfélagið er ekki með tryggingu. Færist trygging af eldri eign sjálfkrafa yfir á þá nýju?
Hver getur óskað eftir tilboði fyrir hönd húsfélags?
Hvaða gögn þurfa að berast svo við getum gert tilboð í húseigendatryggingu fyrir húsfélagið?
Ef utanaðkomandi vatn, frá til að mynda svölum, þaki eða þakrennum veldur tjóni á minni eign eða sameign, bætir húseigendatryggingin það?
Sem íbúðareigandi í húsinu get ég fengið upplýsingar um þau tjón sem hafa orðið á öðrum íbúðum í húsinu?
Getur hver sem er fengið upplýsingar um greiðslur húsfélagsins fyrir húseigendatryggingu?
Hvernig get ég staðfest að ég sé forsvarsmaður húsfélagsins?
Hvað getur haft áhrif á að verð húseigendatryggingar hækki hjá húsfélaginu á milli ára?
Ef tjón verður á íbúð í eigninni, hefur það áhrif á tryggingar hjá öllum í húsfélaginu?
Ef tjón verður á íbúð í húsinu, hver greiðir eigin áhættu?
Tekur tryggingin á tjóni sem verður á eigninni vegna náttúruhamfara, til dæmis vegna eldgosa eða jarðskjálfta?
Hversu há er eigin áhætta?
Hvað er eigin áhætta?
Forvarnir
Heimilið

Húsfélög og forvarnir

Mikilvægt er að stjórnir húsfélaga kynni sér forvarnir og upplýsi íbúa í fjölbýli um mikilvægi þeirra. Tjón í einni íbúð getur haft áhrif á aðrar íbúðir í húsinu. Gott er að hafa tryggingar og forvarnir á dagskrá húsfundar a.m.k. einu sinni á ári. Upplýsa þarf íbúa um hvar húsfélagið er tryggt, hvernig eigi að tilkynna tjón, spyrja út í hvort tjón hafi orðið og ræða helstu forvarnir.
Lesa meira