Hoppa yfir valmynd

Hljóð­færi

Hljóðfæri eru til á mörgum heimilum.underline Almennt falla þau undir innbústryggingu og innbúskaskótryggingu. Mjög verðmæt hljóðfæri þarf þó hugsanlega að tryggja sérstaklega.

Við hvetjum þig til að skoða tryggingavernd þína og láta okkur vita ef hljóðfærið þitt verður fyrir tjóni.

Ertu með rétta trygg­inga­vernd?

  • Innbústrygging nær yfir tjón á innbúi vegna bruna, þjófnaðar og vatns. Innbústrygging er innifalin í öllum F plús fjölskyldutryggingunum okkar.
  • Innbúskaskótrygging nær yfir ýmiskonar óhöpp sem leiða til tjóns á innbúi þínu. Innbúskaskó er innifalin í F plús 4 og valkvæð í F plús 1, 2 og 3.
  • Munur er á bótafjárhæðum, upphæð eigin áhættu og hversu víðtæk verndin er eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða og hvaða tryggingafjárhæð þú hefur valið.
  • Lausafjártrygging er grunntrygging fyrir verðmæta staka muni. Trygg­ing­in bæt­ir tjón af völd­um bruna en einnig er hægt að bæta við hana vernd vegna vatns­tjóna, óveðurs, inn­brota og ráns.
  • Víðtæk eignatrygging er gjarnan tekin fyrir einstaka dýra muni en hún tryggir þá fyrir tjón­um sem verða vegna skyndilegra, óvæntra og utanaðkomandi atburða. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum á meðan munirnir eru í umsjá þinni.
  • Við bendum viðskiptavinum okkar á að passa upp á greiðslukvittanir svo hægt sé að framvísa þeim ef tilkynna þarf tjón.

Þú getur séð hvaða tryggingar þú ert með á tryggingayfirliti þínu.

TryggingayfirlitTilkynna tjón
Ertu með rétta tryggingavernd?

Er tjónið bætt?

Ég týndi hljóðfærinu mínu, er tjónið bætt?
Hljóðfærið mitt brotnaði, er tjónið bætt?
Hljóðfærinu mínu var stolið, er tjónið bætt?
Hvernig á ég að tryggja hljóðfærið mitt?
Hljóðfæri sem fengið er að láni frá tónlistarskóla
Forvarnir
Heimilið

Innbrot

Margt er hægt að gera til að fyr­ir­byggja inn­brot. Oft á tíðum er and­lega van­líðan og óör­yggið sem fylg­ir því að brot­ist er inn á heim­ilið mun verra en tjónið og mun­ir sem hverfa í inn­brot­inu.  Því er mik­il­vægt að hver og einn sé meðvitaður um þær for­varn­ir sem hann get­ur sinnt til að koma í veg fyr­ir inn­brot hjá sér. Reynsl­an hef­ur sýnt að inn­brot eru oft vel skipu­lögð. Þjóf­ar eru oft­ast að leita eft­ir hlut­um sem auðvelt er að koma í verð eins og mynda­vél­um, far­tölv­um, sím­um, spjald­tölv­um, flat­skjá­um, pen­ing­um og skart­grip­um.
Lesa meira