Hoppa yfir valmynd

Kynbóta­hryssu­trygging

Kyn­bóta­hryssu­trygg­ing er góð trygg­ingunderlinefyr­ir eig­end­ur kyn­bóta­hryssa. Í trygg­ing­unni er tak­mörkuð líf­trygg­ing og af­notamiss­is­trygg­ing vegna kyn­bóta­rækt­un­ar. Í henni er einnig fyl og fol­alda­trygg­ing sem gild­ir þangað til fol­ald er 30 daga gam­alt.

Ef þú ert með kynbótahryssutrygg­ingu færðu greidd­ar bæt­ur ef hryssa deyr af völd­um slyss eða sjúk­dóms, ef taf­ar­laus af­líf­un er ráðlögð af dýra­lækni eða ef hryssa hverf­ur og finnst ekki aft­ur inn­an 4 mánaða þrátt fyr­ir leit. Þú færð einnig greiddar fullar bætur ef hryssa er úrskurðuð ónothæf til ræktunar í kjölfar tiltekins sjúkdóms eða slyss. Full­ar bæt­ur fyr­ir af­notamissi fást ef hryssa er felld en hluta­bæt­ur ef ákveðið er að hryssa skuli lifa. Þá eru einnig greiddar bætur sem nema 10% af líftryggingarfjárhæð hryssunnar fyrir fyl í hryssu eða folald þangað til folaldið er 30 daga gamalt ef hryssan er á aldrinum 3-18 vetra gömul.

  • Kaup­tíma­bil: Þegar hryssa er 3-15 vetra gömul.
  • Trygg­ing­ar­fjár­hæð: Tryggingarfjárhæð takmarkaðrar líftryggingar er valfrjáls upphæð. Gott er að hafa í huga að bætur geta aldrei orðið hærri en markaðsvirði hryssunnar. Tryggingarfjárhæð afnotamissistryggingar er sama upphæð og tryggingarfjárhæð líftryggingarinnar að frádregnum 100 þúsund krónum. Tryggingarfjárhæð fyl- og folaldatryggingar er 10% af tryggingarfjárhæð líftryggingar hryssunnar. Tryggingarfjárhæðirnar koma fram á tilboði, skírteini og endurnýjunarkvittun. Tryggingarfjárhæðirnar haldast óskertar þar til hryssan verður 19 vetra gömul en þá lækka þær um 20% árlega.
  • Gild­is­tími: Þegar hryssan verður 23 vetra gömul fellur tryggingin niður og endurnýjast ekki.

Ef tryggingarfjárhæð nær 1.000.000 kr. þarf vottorð frá dýralækni um almennt heilsufar hryssunnar að fylgja með. Vottorðið verður að vera innan við 30 daga gamalt og skrifað á eyðublað frá VÍS.

Innifalið í tryggingunni

Takmörkuð líftrygging hesta

Tak­mörkuð líf­trygg­ing hesta er góð trygg­ing fyr­ir alla sem eiga tóm­stunda­hest. Ef þú ert með þessa trygg­ingu hesta færðu greidd­ar bæt­ur ef hest­ur deyr af völd­um slyss eða sjúk­dóms, ef taf­ar­laus af­líf­un er ráðlögð af dýra­lækni eða ef hest­ur hverf­ur og finnst ekki aft­ur inn­an 4 mánaða þrátt fyr­ir leit..

Lesa meira

Afnotamissistrygging vegna kynbótaræktunar

Afnotamissistrygging vegna kynbótaræktunar er innifalin í kynbótahryssutryggingu. Ef þú ert með kynbótahryssutryggingu færðu greiddar bætur ef hryssa er úrskurðuð ónothæf til kynbótaræktunar í kjölfar sjúkdóms eða slyss. Fullar bætur fyrir afnotamissi fást ef hryssa er felld en hlutabætur ef ákveðið er að hryssa skuli lifa.

Lesa meira

Fyl- og folaldatrygging

Fyl- og folaldatrygging er innifalin í kynbótahryssutryggingu og gildir þangað til folald er 30 daga gamalt. 

Ef þú ert með kynbótahryssutryggingu færðu greiddar bætur sem nema 10% af líftryggingarfjárhæð hryssu fyrir fyl í hryssu eða folald ef hryssa er 3-18 vetra gömul.

Lesa meira

Þarftu meiri vernd?

Sjúkrakostnaðartrygging hesta

Sjúkra­kostnaðartrygg­ing hesta er góð trygg­ing fyr­ir alla hesta­eig­end­ur. Ef þú ert með þessa trygg­ingu færðu greidd­ar bæt­ur vegna lækn­is­kostnaðar í kjöl­far sjúk­dóms eða slyss.

Lesa meira

Reiðhestatrygging

Reiðhesta­trygg­ing er góð trygg­ing fyr­ir eig­end­ur keppn­is­hesta. Í trygg­ing­unni er tak­mörkuð líf­trygg­ing og af­notamiss­is­trygg­ing vegna reiðar.

Lesa meira

Góðhestatrygging

Góðhesta­trygg­ing er víðtæk­asta hesta­vernd­in okk­ar og góð trygg­ing fyr­ir eig­end­ur keppn­is­hesta. Í trygg­ing­unni er líf­trygg­ing og af­notamiss­is­trygg­ing vegna reiðar.

Lesa meira

Ábyrgðartrygging hesta

Ábyrgðartrygg­ing hesta er góð trygg­ing fyr­ir alla hesta­eig­end­ur. Trygg­ing­in bæt­ir kostnað sem get­ur fallið á þig sam­kvæmt skaðabóta­lög­um ef hest­ur í þinni eigu veld­ur þriðja aðila lík­ams- eða muna­tjóni.

Lesa meira

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar

Ert þú með kynbóta­hryssu­trygg­ingu?

Vantar þig aðstoð? Þarftu að bregðast við tjóni? Þarftu að tilkynna tjón?

Getum við aðstoðað?

Fyrstu viðbrögð við tjóni

Tilkynna tjón
Ert þú með kynbótahryssutryggingu?
Forvarnir
Frítími

Hestamennska

Skráðir fé­lag­ar hjá Land­ssam­bandi hesta­manna­fé­laga eru um 12.500 í 45 fé­lög­um og ætlaður fjöldi hesta á land­inu er um 92.000.
Lesa meira

Ef þú ert með dýratryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

readMoreText

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

readMoreText

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

readMoreText

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

readMoreText

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

readMoreText