Nánari upplýsingar um lausafjártryggingu
Lausafjártrygging hentar sem viðbót við F plús þegar að heildarverðmæti sérstakra muna fer yfir hámarksbótafjárhæðir eða ef þú vilt tryggja einstaka verðmæta muni en ert ekki með F plús.
Ef þú ert með F plús hentar lausafjártrygging vel til að tryggja verðmæta hluti ef verðmæti hlutanna er meira en hámarksbótafjárhæð fyrir tilgreinda hluti í innbústryggingu F plús. Þetta á við um t.d. úr og skartgripi, verðbréf og handrit, verkfæri og varahluti sem eru notuð við atvinnu og auka- og varahluti sem tilheyra vélknúnu ökutæki.
Lausafjártrygging er samsett úr eftirfarandi fjórum þáttum:
- Brunatrygging er innifalin í lausafjártryggingu og tekur til ýmissa tjóna sem tengjast eldi og bruna.
- Vatnstjónstrygging er valkvæð í lausafjártryggingu og tekur til tjóna vegna vatnsleka sem á upptök sín innan veggja hússins.
- Innbrotsþjófnaðar- og ránstrygging er valkvæð í lausafjártryggingu og tekur til innbrotstjóna en einnig ráns þegar hlutir eru teknir með líkamlegu ofbeldi eða hótun um líkamlegt ofbeldi.
- Óveðurstryggingu sem er valkvæð í lausafjártryggingu og tekur til óveðurs þegar vindhraði fer yfir 28,5 metra á sekúndu á hlutum sem eru innanhúss.

Tryggingin bætir
- Tjón vegna eldsvoða, eldingar og sprengingar.
- Tjón vegna sótfalls sem verður skyndilega og óvænt frá kynditæki eða eldstæði.
- Tjón vegna loftfara eða hluta sem falla frá þeim.
- Tjón og kostnað vegna slökkvi- og björgunaraðgerða.
- Kostnað vegna geymslu eða flutnings á munum í tengslum við tjón.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón á hlutum sem sviðna eða bráðna ef ekki er opinn eldur.
- Tjón sem verða vegna vinnu með sprengiefni við verklegar framkvæmdir.
- Tjón vegna sóts eða reyks sem safnast smám saman fyrir við notkun.
- Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
Trygging frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er innifalin í lausafjártryggingu. Sú trygging bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.