
Séráhætta
Séráhætta er slysatrygging sem veitir þér vernd á ferðalagi erlendis ef þú ert að fara að keppa í íþróttum eða ætlar að stunda áhættusamar tómstundir. Séráhætta er með sömu bótafjárhæðir og frítímaslysatrygging og gildir alls staðar í heiminum.
Sækja um séráhættu
Við þurfum að fá eftirfarandi upplýsingar til þess að meta umsókn þína um trygginguna:
- Ferðatímabil.
- Tegund íþróttar eða tómstundar.
- Hve marga daga þú ætlar að keppa og undirbúa þig fyrir keppni eða stunda áhættusama tómstund.
Ef þú ætlar í fjallgöngu yfir 4.000 metra hæð, fjallaklifur, bjargsig eða klettaklifur þá þurfum við eftirfarandi upplýsingar:
- Ferðatímabil.
- Áfangastað.
- Fjölda daga sem þú verður í yfir 4.000 metra hæð.
- Hvort þú ert að ferðast ein/n eða í hóp.
- Leiðarlýsingu.
Það er best að senda tölvupóst á vis@vis.is til þess að sækja um séráhættu.
