Hoppa yfir valmynd

Við þurfum á þinni aðstoð að halda

Vissir þú að nýjasta tækni getur gertunderline umferðina öruggari? Við erum að þróa nýtt app sem kallast Ökuvísir sem hjálpar viðskiptavinum okkar að lenda sjaldnar í slysum. Þetta einfalda og sniðuga app hjálpar þér að fylgjast með akstrinum og hvetur þig til að keyra vel. Í samvinnu við viðskiptavini okkar viljum við fækka bílslysum á Íslandi.

Næsta skref í þessari þróun er að kalla hóp af áhugasömu fólki til liðs við okkur. Vertu með í að breyta því hvernig tryggingar virka ─ og fækka bílslysum í leiðinni. Við þurfum þína hjálp, sæktu um hér fyrir neðan.

Algengar spurningar um Ökuvísi.

Algengar spurningar um þátttöku í þróun Ökuvísis

Hvað er Ökuvísir?
Hvenær byrjar þetta?
Hvað verður þetta lengi?
Þarf ég að koma í viðtal?
Þarf ég að koma reglulega til VÍS?
Fæ ég greitt?
Hvar segi ég mína skoðun?
Megum við segja vinum okkar frá?
Ég er utan höfuðborgarsvæðisins, má ég samt taka þátt?
Getið þið séð hvernig ég er að keyra á appinu?
Þarf ég að vera með tryggingar hjá VÍS?

Viltu prufukeyra framtíðina? Við þurfum á þinni aðstoð á að halda

Ég vil taka þátt

Búið er að ráða í starfið

Ertu til í að vinna með okkur í fullu starfi við að þróa Ökuvísinn? Starfið er tímabundið en launað. Við þurfum þína hjálp til þess að miðla pælingum, hugmyndum og vangaveltum. Viðkomandi þarf að geta byrjað strax því við ætlum að vinna þetta eins hratt og hægt er. Ef þú getur talað um hvað sem er, hvar sem er, þá gætum við verið að tala saman!

Við óskum eftir áhugasömu fólki til að pæla með okkur og spyrja réttu spurninganna. Við viljum vita hvað þér finnst. Í alvöru. Hjálpumst að við að gera umferðina öruggari og breyta því hvernig tryggingar virka.

Fullbókað í bili

Ertu til í að prófa appið og láta okkur vita hvað þér finnst? Þú þarft að hafa bílpróf til að komast í hópinn og auðvitað snjallsíma, rafræn skilríki og bíl til umráða. Þetta er skemmtilegt hlutverk með fjölbreyttum hópi testara. Hjálpaðu okkur að gera appið geggjað. Segðu okkur hvað er að virka og hvað ekki. Þú færð fyrstu útgáfu af appinu og hjálpar okkur að móta það og framtíðina um leið.

Hvaða stýrikerfi notar þú í snjallsímanum þínum?

iOS (Apple)