Hvernig virkar Ökuvísir?
Einfaldasta svarið er að þú einfaldlega prófir Ökuvísi. Þú getur prófað í 14 daga, án skuldbindinga, áður en þú ákveður að koma í Ökuvísi. Ökuvísir er bæði app og lítill kubbur sem þú notar til þess að tryggja bílinn þinn þar sem þér er verðlaunað fyrir góðan akstur. Ökuvísir mælir aksturslagið þitt og gefur þér aksturseinkunn sem byggir á:
- Hraða
- Hröðun
- Hraða í beygjum
- Hemlun
- Símanotkun undir stýri.

Þú stjórnar verðinu
Í lok hvers mánaðar borgar þú eftir því hvaða aksturseinkunn þú færð. Verðið lækkar enn frekar með því að keyra undir 500 km í mánuðinum. Verðið er gagnsætt og býðst öllum sama verðið. Þú getur séð í reiknivélinni hvaða verð þú gætir fengið fyrir góðan akstur. Þú getur prófað Ökuvísi áður en þú ákveður þig til þess að sjá hvaða aksturseinkunn þú færð og hversu mikið þú keyrir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að kynna sér skilmálana vel og átta sig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.