Hoppa yfir valmynd

Húseig­enda­trygging

Við mælum með því að allir húseigendurunderlinekaupi húseigendatryggingu en hún er mjög góð viðbót við lögboðna brunatryggingu.

Töluvert er um að húseigendur eru einungis með lögboðna brunatryggingu og telja að í henni séu einnig þær verndir sem húseigendatrygging veitir — það er misskilningur sem okkur er mikið í mun að leiðrétta.

Húseigendatrygging veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum.

Nánari upplýs­ingar um húseig­enda­trygg­ingu

 • Tryggingin bætir meðal annars tjón sem verða á fasteign vegna vatnsleka frá lögnum, skemmdir sem verða vegna innbrota eða innbrotstilrauna, ef rúður brotna og ef skemmdir verða vegna óveðurs. Þá tekur tryggingin einnig á því ef helluborð og hreinlætistæki brotna vegna óvæntra og skyndilegra óhappa.
 • Húseigendatryggingin tekur ekki á innbúi eða lausamunum sem eru í fasteigninni.
 • Innbú og aðra lausamuni þarf að tryggja sérstaklega með F-plús fjölskyldutryggingu eða lausafjártryggingu ef um sérstaklega verðmæta hluti er að ræða. 
 • Ef þú ert með húseigendatryggingu og ert að hugleiða að selja núverandi fasteign og kaupa nýja bendum við þér sérstaklega á að húseigendatryggingin færist ekki sjálfkrafa á milli fasteigna í þinni eigu. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að nýja fasteignin sé með þá tryggingavernd sem þú óskar eftir. 
 • Ef þú ert að flytja úr fjölbýli í sérbýli bendum við þér á að skoða vel kaup á húseigendatryggingu. Húsfélög eru oft á tíðum með sameiginlega húseigendatryggingu fyrir allar íbúðir hússins og algengt að þeir sem eru að flytja úr fjölbýli átti sig ekki á þeim möguleika að tryggja sérbýli sín með húseigendatryggingu. Hafðu endilega samband við okkur ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig.
Nánari upplýsingar um húseigendatryggingu

Tryggingin bætir

 • Vatnstjón sem verður vegna leka úr leiðslukerfi.
 • Skemmdir vegna asahláku.
 • Frostskemmdir innanhúss.
 • Skemmdir á fasteign vegna innbrots eða innbrotstilrauna.
 • Brot á gleri.
 • Brot á innréttingum, helluborði og hreinlætistækjum.
 • Sótfall frá eldstæðum.
 • Skemmdir á fasteign vegna snjóþunga.
 • Óveðurstjón þegar vindhraði nær 28,5 metrum á sekúndu.
 • Fall loftfara á fasteignina.
 • Tjón þriðja aðila vegna skaðabótaábyrgðar sem getur fallið á þig sem eiganda fasteignar.

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón sem gerst hefur smám saman og gerist vegna þess að viðhaldi hefur ekki verið sinnt.
 • Vatnstjón vegna utanaðkomandi vatns.
 • Tjón á gleri í heimilistækjum.
 • Glerskemmdir sem eiga sér stað í byggingaframkvæmdum.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Þarftu meiri vernd?

Viðbótarbrunatrygging

Vertu vakandi! Endurspeglar brunabótamat fasteignar þinnar ekki kostnað við endurbyggingu fasteignarinnar eftir brunatjón? Ef svo er mælum við með viðbótarbrunatryggingu.

Lesa meira

Sumarbústaðartrygging

Það er fátt jafn gott og að slaka á uppi í bústað. Sumarbústaðatrygging hentar öllum sumarbústaðaeigendum sem vilja tryggja bústaðinn sinn vel.

Lesa meira

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar

Ert þú með húseig­enda­trygg­ingu?

Vantar þig aðstoð? Þarftu að bregðast við tjóni? Þarftu að tilkynna tjón?

Getum við aðstoðað?

Fyrstu viðbrögð við tjóni

Tilkynna tjón
Ert þú með húseigendatryggingu?
Forvarnir
Heimilið

Varnir gegn vatnstjóni

Á hverj­um degi verða 20 vatns­tjón hér á landi og er kostnaður þeirra um þrír millj­arðar. Bara til VÍS ber­ast 5,5 vatns­tjónstil­kynn­ing­ar á hverj­um degi og má sjá hvernig tjón­in skipt­ast niður hér. Þótt marg­ir séu vel tryggðir fylg­ir mikið rask slík­um tjón­um og oft á tíðum get­ur verið ógjörn­ing­ur að bæta ómet­an­lega hluti sem skemm­ast.
Lesa meira

Ef þú ert með eignatryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Fjölskyldu- og innbústryggingar

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

Ökutækjatryggingar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Líf- og heilsutryggingar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Ferðatryggingar

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

Dýratryggingar