Hoppa yfir valmynd

Ábyrgð­ar­trygging

Samkvæmt íslenskum lögumunderlineberð þú skaðabótaábyrgð ef þú veldur öðrum líkams- eða munatjóni með saknæmum og ólögmætum hætti.

Nánari upplýs­ingar um ábyrgð­ar­trygg­ingu

 • Úr ábyrgðartryggingu greiðast skaðabætur til tjónþola þíns ef skaðabótaskylda fellur á þig.
 • Úr tryggingunni færð þú einnig bætur vegna kostnaðar sem getur fallið á þig ef skaðabótakrafa er gerð á hendur þér.
 • Þar sem skaðabótaábyrgð er oft flókið lögfræðilegt úrlausnarefni ráðleggjum við þér að leita samráðs við okkur um réttarstöðu þína ef krafist er skaðabóta af þér vegna tjóns sem talið er að þú eigir sök á. Við bendum þér sérstaklega á að viðurkenna ekki skaðabótaskyldu án samráðs við okkur.
 • Ábyrgðartrygg­ing nær einnig til tjóna vegna léttra bif­hjóla í flokki I og reiðhjóla sem eru ekki trygg­ing­ar­skyld sam­kvæmt um­ferðarlög­um.
Nánari upplýsingar um ábyrgðartryggingu

Tryggingin bætir

 • Kostnað sem þér ber að greiða ef skaðabótaskylda fellur á þig samkvæmt skaðabótalögum.
 • Kostnað sem þér ber að greiða ef skaðabótaskylda fellur á þig vegna atviks sem varð vegna þess að þú varst ökumaður létts bifhjóls í flokki I.
 • Kostnað sem þér ber að greiða ef skaðabótaskylda fellur á þig vegna tjóns sem þú veldur öðrum með skotvopni ef skotvopnaleyfi er fyrir hendi.
 • Kostnað vegna tjóns sem börn þín, undir 10 ára aldri valda þó þau beri ekki skaðabótaábyrgð vegna aldurs.
 • Kostnað vegna tjóns sem þú veldur öðrum við golfiðkun þrátt fyrir að skaðabótaskylda sé ekki til staðar vegna slíkra atvika.

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón sem verður í kjölfar ákveðins verkefnis sem þú ert fenginn til að sinna. Oft kallað „tjón innan samnings“.
 • Kostnað vegna tjóns sem þeir aðilar sem tryggingin nær yfir valda hvor öðrum.
 • Kostnað vegna tjóns sem þú veldur í vinnu.
 • Kostnað vegna tjóns á hlutum sem þú hefur fengið lánaða.
 • Kostnað vegna tjóns sem þú veldur sem eigandi eða notandi farartækja, skotvopna eða dýra.
 • Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar

Ert þú með ábyrgð­ar­trygg­ingu?

Vantar þig aðstoð? Þarftu að bregðast við tjóni? Þarftu að tilkynna tjón?

Getum við aðstoðað?

Fyrstu viðbrögð við tjóni

Tilkynna tjón
Ert þú með ábyrgðartryggingu?
Forvarnir
Heilsa

Andleg heilsa

Andleg heilsa er ekki síður mikilvæg en líkamleg. Hún er þó ekki sjálfgefin frekar en líkamleg heilsa. Til einföldunar má ef til vill segja að þeir sem geta stundað sína vinnu, verið virkir þjóðfélagsþegnar, séð um sig sjálfir, lagað sig að aðstæðum og verið virkir í félagslegum samskiptum séu andlega heilir.
Lesa meira

Ef þú ert með fjölskyldu- og innbústryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

readMoreText

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

readMoreText

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

readMoreText

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

readMoreText

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

readMoreText