Nánari upplýsingar um slysatryggingu
Þú getur einnig keypt eftirfarandi viðbætur við trygginguna:
- Dagpeningar. Tryggja greiðslur til þín vegna tímabundins missis starfsorku.
- Dánarbætur. Tryggir aðstandendum dánarbætur í kjölfar slyss.
- Sérstök áhætta. Sértrygging vegna slysa sem verða í keppnisíþróttum eða við iðkun sérstaklega áhættusamra íþrótta eða tómstunda.
Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem er tryggður og gerist án vilja hans. Við meiðslum á útlimum er þess þó eingöngu krafist að um skyndilegan atburð sé að ræða sem veldur meiðslum á líkama þess sem er tryggður og gerist án vilja hans.

Tryggingin greiðir
- Örorkubætur vegna slyss sem leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku.
- Bætur vegna slyss sem leiðir til tannbrots.
- Dagpeninga vegna slyss sem leiðir til tímabundins missis starfsorku.
- Dánarbætur vegna slyss sem leiðir til andláts.
Tryggingin greiðir ekki
- Bætur vegna slyss sem verður í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir í keppni í hvers konar íþróttum.
- Bætur vegna slyss sem verður í akstursíþróttum.
- Bætur vegna slyss sem verður í köfun með súrefniskút og fríköfun án súrefnis á meira dýpi en 10 metrar.
- Bætur vegna slyss sem verður í fjallgöngu af hvaða tegund sem er í yfir 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.