Líftrygging hunda
Góð trygging fyrir alla hundaeigendur. Ef hundurinn þinn er líftryggður færðu greiddar bætur ef hundur deyr af völdum slyss eða sjúkdóms, ef aflífun er ráðlögð af dýralækni eða ef hundurinn hverfur og finnst ekki, þrátt fyrir leit.
- Kauptímabil: Þegar hundur er á aldrinum 8 vikna til 5 ára.
- Fjárhæð: Þú ræður hver líftryggingarfjárhæðin er. Gott er að hafa í huga að bætur geta aldrei orðið hærri en markaðsvirði hundsins á tjónsdegi. Ef þú vilt líftryggja hundinn þinn fyrir hærri fjárhæð en 350.000 kr. verður hundurinn að vera ættbókarfærður hjá HRFÍ eða SFÍ. Fjárhæðin helst óskert þar til hundurinn verður 7 ára en þá lækkar hún um 20% árlega.
- Gildistími: Þegar hundurinn verður 10 ára fellur tryggingin niður og endurnýjast ekki.
- Sjá fleiri hundatryggingar.
Tryggingin bætir
- Ef hundur deyr af völdum sjúkdóms eða slyss.
- Ef aflífun er ráðlögð af dýralækni.
- Ef hundur hverfur og finnst ekki aftur innan þriggja mánaða, þrátt fyrir leit.
Tryggingin bætir ekki
- Dauða eða aflífun vegna sjúkdóma sem voru til staðar eða slysa sem urðu áður en tryggingin tók gildi.
- Dauða eða aflífun vegna geðsjúkdóma, atferlisbrests eða skapgerðargalla.
- Dauða eða aflífun vegna smitandi lifrarbólgu.
- Aflífun vegna fyrirmæla opinberra yfirvalda.
- Dauða vegna slyss sem varð vegna þess að hundur var bundinn við ökutæki, laus í ökutæki eða yfirgefinn í ökutæki.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.