Sjúkrakostnaðartrygging erlendis
Sendu okkur fyrirspurn ef þú vilt fá verð í sjúkrakostnaðartryggingu erlendis.
Ef þú vilt fá verð í aðrar tryggingar bendum við á netverslunina okkar.
Nánari upplýsingar um sjúkrakostnaðartryggingu erlendis
- Það er skynsamlegt að huga að sjúkratryggingum ef þú ætlar að dvelja erlendis í lengri tíma.
- Gildistími ferðatrygginga, sem innihalda sjúkratryggingar, er almennt tveir til þrír mánuðir en hægt er að sækja um að framlengja gildistímann, þó innan ákveðinna takmarkana.
- Ef þú stefnir að því að dvelja erlendis umfram gildistíma almennra ferðatrygginga mælum við með sjúkrakostnaðartryggingu erlendis.
- Sjúkrakostnaðartrygging erlendis bætir útlagðan sjúkrakostnað, kostnað vegna sjúkraflutnings og kostnað vegna heimflutnings líkamsleifa. Þú velur bæði gildistímann og bótafjárhæðina.
- Við bendum þér á að hægt er að kaupa sérstaka tryggingu fyrir áhættusamar tómstundir eins og fallhlífarstökk, köfun og akstursíþróttir.
Tryggingin greiðir
- Sjúkrakostnað vegna sjúkrahúslegu erlendis ásamt kostnaði vegna læknishjálpar, lyfja sem taka þarf að læknisráði og þeirrar þjónustu sem sjúkrahúsið veitir. Sjúkrahúslegan og meðferðin skulu vera fyrirskipuð af lækni og greiðslan miðast við almennt sjúkrahús í viðkomandi landi.
- Kostnað vegna kvalastillandi tannviðgerða í neyðartilvikum. Hámark bóta vegna tannviðgerða er 1% af hámarkssjúkrakostnaði tryggingarinnar.
- Aukaútgjöld vegna sérstakrar hóteldvalar þegar læknir álítur að meðferð geti farið fram á hóteli. Til þessara útgjalda telst t.d. kostnaður vegna hjúkrunar og sjúkrafæðis. Hámarksbætur á sólarhring vegna þessa kostnaðar eru 0,4% af hámarkssjúkrakostnaði tryggingarinnar.
- Aukaútgjöld vegna heimferðar eða ferðar til þess að ná fyrir fram ákveðinni ferðaáætlun vegna tafar af völdum sjúkrahúslegu að læknisráði, ásamt ferðakostnaði fylgdarmanns telji læknir þörf á því.
- Aukaútgjöld náins ættingja ef hann er með í för eða er kvaddur til með samþykki VÍS þegar tryggður slasast, veikist alvarlega eða deyr á ferð sinni. Hámarksbætur vegna þessa kostnaðar eru 4% af hámarks sjúkrakostnaði tryggingarinnar.
- Kostnað vegna sjúkraflutnings. Telji læknir að tafarlaus heimferð sé nauðsynleg og geti orðið með venjulegum hætti nægir VÍS skrifleg staðfesting. Í slíkum tilvikum greiðast aukaútgjöld vegna heimferðarinnar, t.d. aukasæti eða dýrara farrými. Ef um svo alvarlegan sjúkdóm eða slys er að ræða að læknir telur að flytja verði viðkomandi heim með öðrum hætti þarf skriflega staðfestingu VÍS á flutningnum.
- Kostnað vegna heimflutnings líkamsleifa. Kostnað við flutning hins látna til Íslands sem og aukakostnað samferðamanns og kostnað við lögboðnar ráðstafanir.
Tryggingin greiðir ekki
- Sjúkrakostnað vegna sjúkdóma sem verða á 9. mánuði meðgöngu, við fæðingu eða fóstureyðingu.
- Sjúkrakostnað vegna langvinnra sjúkdóma og slysa sem tryggður hefur notið læknishjálpar við á síðastliðnum 12 mánuðum.
- Sjúkrakostnað vegna áframhaldandi læknismeðferðar ef tryggður neitar að láta flytja sig heim þrátt fyrir ráð læknis.
- Sjúkrakostnað vegna læknismeðferðar erlendis lengur en í þrjá mánuði.
- Sjúkrakostnað vegna líkamstjóns sem verður í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum. Með íþróttum er hér átt við einstaklings- eða liðsíþróttir sem æfðar eru reglulega undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga eða samtaka sem hafa íþróttakeppni að tilgangi. Þessi takmörkun á þó ekki við um almenningsþátttöku í keppni eða æfingum í golfi, götuhjólreiðum, þríþraut, víðavangs- eða götuhlaupi.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.