Hoppa yfir valmynd

Sjúkra­kostn­að­ar­trygging erlendis

Fyrir langtímadvöl erlendis.underlineSjúkrakostnaðartrygging erlendis hentar þér ef þú ætlar að dvelja erlendis umfram gildistíma almennra ferðatrygginga án þess að flytja lögheimili þitt frá Íslandi.

Ef þú ert til dæmis á leið erlendis í sjálfboðavinnu eða verknám gæti þessi trygging hentað þér.

Nánari upplýs­ingar um sjúkra­kostn­að­ar­trygg­ingu erlendis

 • Það er skynsamlegt að huga að sjúkratryggingum ef þú ætlar að dvelja erlendis í lengri tíma.
 • Gildistími ferðatrygginga, sem innihalda sjúkratryggingar, er almennt tveir til þrír mánuðir en hægt er að sækja um að framlengja gildistímann, þó innan ákveðinna takmarkana.
 • Ef þú stefnir að því að dvelja erlendis umfram gildistíma almennra ferðatrygginga mælum við með sjúkrakostnaðartryggingu erlendis.
 • Sjúkrakostnaðartrygging erlendis bætir útlagðan sjúkrakostnað, kostnað vegna sjúkraflutnings og kostnað vegna heimflutnings líkamsleifa. Þú velur bæði gildistímann og bótafjárhæðina.
 • Við bendum þér á að tryggja þarf sérstaklega áhættusamar tómstundir eins og fallhlífarstökk, köfun og akstursíþróttir.
Nánari upplýsingar um sjúkrakostnaðartryggingu erlendis

Tryggingin greiðir

 • Sjúkrakostnað vegna sjúkrahúsvistar erlendis ásamt kostnaði vegna læknishjálpar, lyfja sem taka þarf að læknisráði og þeirrar þjónustu sem sjúkrahúsið veitir. Vistin og meðferðin skulu vera fyrirskipuð af lækni og greiðslan miðast við almennt sjúkrahús í viðkomandi landi.
 • Kostnað vegna kvalastillandi tannviðgerða í neyðartilvikum. Hámark bóta vegna tannviðgerða er 1% af hámarkssjúkrakostnaði tryggingarinnar.
 • Aukaútgjöld vegna sérstakrar hótelvistar þegar læknir álítur að meðferð geti farið fram á hóteli. Til þessara útgjalda telst t.d. kostnaður vegna hjúkrunar og sjúkrafæðis. Hámarksbætur á sólarhring vegna þessa kostnaðar eru 0,4% af hámarkssjúkrakostnaði tryggingarinnar.
 • Aukaútgjöld vegna heimferðar eða ferðar til þess að ná fyrir fram ákveðinni ferðaáætlun vegna tafar af völdum sjúkravistar að læknisráði, ásamt ferðakostnaði fylgdarmanns telji læknir þörf á því.
 • Aukaútgjöld náins ættingja ef hann er með í för eða er kvaddur til með samþykki ráðgefandi læknis VÍS þegar tryggður slasast, veikist alvarlega eða deyr á ferð sinni. Hámarksbætur vegna þessa kostnaðar eru 4% af hámarks sjúkrakostnaði tryggingarinnar.
 • Kostnað vegna sjúkraflutnings. Telji læknir að tafarlaus heimferð sé nauðsynleg og geti orðið með venjulegum hætti nægir VÍS skrifleg staðfesting. Í slíkum tilvikum greiðast aukaútgjöld vegna heimferðarinnar, t.d. aukasæti eða dýrara farrými. Ef um svo alvarlegan sjúkdóm eða slys er að ræða að læknirinn telur að flytja verði viðkomandi heim með öðrum hætti þarf skriflega staðfestingu ráðgefandi læknis VÍS á flutningnum.
 • Kostnað vegna heimflutnings líkamsleifa. Kostnað greiddur við flutning hins látna til Íslands sem og aukakostnaður samferðamanns hans og kostnaður við lögboðnar ráðstafanir.

Tryggingin greiðir ekki

 • Sjúkrakostnað vegna sjúkdóma sem verða á 9. mánuði meðgöngutíma, við fæðingu eða fóstureyðingu.
 • Sjúkrakostnað vegna langvinnra sjúkdóma og slysa sem tryggður hefur notið læknishjálpar við á síðastliðnum 12 mánuðum.
 • Sjúkrakostnað vegna áframhaldandi læknismeðferðar ef tryggður neitar að láta flytja sig heim þrátt fyrir ráð læknis og ráðgefandi læknis VÍS.
 • Sjúkrakostnað vegna læknismeðferðar erlendis lengur en í þrjá mánuði.
 • Sjúkrakostnað vegna líkamstjóns sem verður í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum. Með íþróttum er hér átt við einstaklings- eða liðsíþróttir sem æfðar eru reglulega undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga eða samtaka sem hafa íþróttakeppni að tilgangi. Þessi takmörkun á þó ekki við um almenningsþátttöku í keppni eða æfingum í golfi, götuhjólreiðum, þríþraut, víðavangs- eða götuhlaupi.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Þarftu meiri vernd?

Séráhætta

Ertu að fara að keppa erlendis eða stunda áhættusamar tómstundir? Ef þú ert með F plús tryggingu getur þú í flestum tilfellum keypt verndina séráhætta til skamms tíma.

Lesa meira

Líftrygging

Líftrygging tryggir hag þeirra sem treysta á þig. Tryggingarfjárhæðin er greidd út ef þú fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur.

Lesa meira

Sjúkdómatrygging

Enginn býst við því að missa heilsuna vegna alvarlegra veikinda en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Sjúkdómatrygging er fjárhagsleg vernd og tryggir þér bætur ef þú greinist með einhvern þeirra sjúkdóma sem tryggingin nær yfir.

Lesa meira

Sjúkratrygging

Sjúkratrygging tryggir þér bætur ef þú greinist með sjúkdóm sem leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku eða tímabundins missis starfsorku.

Lesa meira

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar
Forvarnir
Heilsa

Mataræði

Hollt, fjölbreytt og gott mataræði er okkur öllum nauðsynlegt en þarfir okkar eru misjafnar og þurfa allir að haga mataræði eftir þeim þörfum. Heilbrigður matur stuðlar að vellíðan ásamt því að draga úr mörgum heilsukvillum og fyrirbyggir aðra.
Lesa meira

Ef þú ert með líf- og heilsutryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

readMoreText

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

readMoreText

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

readMoreText

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

readMoreText

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

readMoreText