Hoppa yfir valmynd

Símar, snjallúr, tölvur og gler­augu

Það er skynsamlegt að tryggjaunderline þennan mikið notaða búnað enda tjón á símum, snjallúrum, tölvum og gleraugum með algengustu tjónum sem eru tilkynnt til okkar.

Við hvetjum þig til að skoða tryggingavernd þína og láta okkur vita ef skjárinn brotnaði eða ef gleraugun eyðilögðust.

Ertu með rétta trygg­inga­vernd?

Símar, snjallúr, tölvur og gleraugu falla almennt undir innbú einkaaðila og því ná innbústrygging og innbúskaskótrygging yfir tjón á þessum hlutum. Athugið að símar og snjallúr afskrifast á tveimur árum og tölvur á fimm árum.

  • Innbústrygging nær yfir tjón á innbúi vegna bruna, þjófnaðar og vatns. Innbústrygging er innifalin í öllum F plús fjölskyldutryggingunum okkar.
  • Innbúskaskótrygging nær yfir ýmiskonar óhöpp sem leiða til tjóns á innbúi þínu. Innbúskaskó er innifalin í F plús 4 og valkvæð í F plús 1, 2 og 3.
  • Munur er á bótafjárhæðum, upphæð eigin áhættu og hversu víðtæk verndin er eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða og hvaða tryggingafjárhæð þú hefur valið.
  • Fyrirtæki geta tryggt síma og tölvur með lausafjártryggingu og víðtækri eignatryggingu.
  • Hægt er að tryggja gleraugu starfsmanna með valkvæðri vernd í slysatryggingu launþega.
  • Við bendum viðskiptavinum okkar á að passa upp á greiðslukvittanir svo hægt sé að framvísa þeim ef tilkynna þarf tjón.

Þú getur séð hvaða tryggingar þú ert með á tryggingayfirliti þínu.

TryggingayfirlitTilkynna tjón
Ertu með rétta tryggingavernd?

Er tjónið bætt?

Ég týndi gleraugunum mínum, er tjónið bætt?
Ég missti gleraugun mín og þau brotnuðu, er tjónið bætt?
Ég missti símann minn í klósettið og hann er ónýtur, er tjónið bætt?
Skjárinn brotnaði á símanum / tölvunni, er tjónið bætt?
Síminn minn eyðilagðist, hann er eldri en 2 ára. Er tjónið bætt?
Forvarnir
Heimilið

Innbrot

Margt er hægt að gera til að fyr­ir­byggja inn­brot. Oft á tíðum er and­lega van­líðan og óör­yggið sem fylg­ir því að brot­ist er inn á heim­ilið mun verra en tjónið og mun­ir sem hverfa í inn­brot­inu.  Því er mik­il­vægt að hver og einn sé meðvitaður um þær for­varn­ir sem hann get­ur sinnt til að koma í veg fyr­ir inn­brot hjá sér. Reynsl­an hef­ur sýnt að inn­brot eru oft vel skipu­lögð. Þjóf­ar eru oft­ast að leita eft­ir hlut­um sem auðvelt er að koma í verð eins og mynda­vél­um, far­tölv­um, sím­um, spjald­tölv­um, flat­skjá­um, pen­ing­um og skart­grip­um.
Lesa meira