Hoppa yfir valmynd

Kaskó­trygging

Öll getum við lent í óhappiunderlineí umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Kaskótryggingin okkar bætir öll tjón á bílnum þínum, nema annað sé sérstaklega tekið fram í skilmála. Því er góð hugmynd að kaskótryggja bílinn hjá okkur.

Saman pössum við upp á bílinn þinn, hvort sem hann er tryggður með hefðbundinni kaskótryggingu eða kaskótryggingu Ökuvísis.

  • Þegar þú kaupir kaskótryggingu þá velur þú þína eigin áhættu. Það er sú upphæð sem þú greiðir ef þú lendir í tjóni. Við greiðum þann kostnað við tjónið sem er umfram upphæð eigin áhættu þinnar. Því hærri eigin áhættu sem þú velur þeim mun lægra verð greiðir þú fyrir trygginguna. Algengast er að viðskiptavinir okkar velji eigin áhættu á bilinu 106.900 - 156.800 kr.
  • Eigin áhætta þín er sú sama í öllum kaskótjónum.
  • Kaskótrygging gildir á Íslandi og á ferðalagi innan Evrópska efnahagssvæðisins, Bretlandi og Sviss í allt að 92 daga frá brottfarardegi. Standi ferðalag lengur en í 92 daga er hægt að framlengja gildistímann gegn greiðslu.
  • Kaskótryggingin tekur sérstaklega vel á tjónum á rafbílum. Hvort sem rafhlaða, hleðslusnúra eða bíllinn sjálfur skemmist er hann vel tryggður hjá okkur. Hjá okkur hækkar eigin áhætta ekki þótt tjón verði á rafhlöðu.

Tryggingin bætir

  • Tjón á ökutækinu vegna skyndilegra, utanaðkomandi atvika sem ekki eru sérstaklega undanskilin í skilmála.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón á yfirborði ökutækis vegna hefðbundins steinkasts af vegi eða þegar steinar/grjót falla af öðrum ökutækjum.
  • Tjón eða þjófnað á hvers kyns aukaútbúnaði ökutækisins, nema um annað sé samið.
  • Tjón á ökutækinu vegna þátttöku í aksturskeppni eða æfingu í akstursíþrótt.
  • Tjón á ökutækinu vegna gæludýra.
  • Tjón á dekkjum eða felgum sem stafa af hefðbundnum núningi eða sliti í akstri og meðferð ökutækis.

Vinsamlegast athugaðu að upptalning hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
Forvarnir
Umferð

Bílstólar

Einungis 1% barna komu í leikskólann án þess að vera í einhverjum öryggisbúnaði samkvæmt könn­un Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Samgöngustofu árið 2023. Sama könnun sýndi einnig að 10% sex ára barna voru annað hvort í engum eða ófullnægjandi búnaði. Öll börn sem ekki hafa náð 135 sm hæð eiga að vera í sér­stök­um ör­ygg­is­búnaði, um­fram bíl­belti, sem tek­ur mið af hæð og þyngd þess. Sekt fyrir að vera ekki með barn í sérstökum öryggisbúnaði er kr. 30.000 og sama upphæð er ef farþegi undir 15 ára aldri er ekki í öryggis- og verndarbúnaði. Í fræðslumyndbandi Samgöngustofu er farið yfir nokkra þætti barnabílstóla sem gott er að hafa í huga.
Lesa meira

Ef þú ert með ökutækjatryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Fjölskyldu- og innbústryggingar

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Fasteignatryggingar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Líf- og heilsutryggingar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Ferðatryggingar

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

Dýratryggingar