Hoppa yfir valmynd

Kaskó­trygging

Vinsælasta valfrjálsa ökutækjatrygginginunderline og ekki að ástæðulausu. Kaskótrygging bætir tjón á ökutæki þínu vegna áreksturs sem þú eða ökumaður á þínum vegum er valdur að. Tryggingin bætir einnig ýmis önnur tjón á ökutækinu, þar á meðal tjón vegna eldsvoða, skemmdarverka, þjófnaðar og ýmissa veðurtengdra atvika.

Nánari upplýs­ingar um kaskó­trygg­ingu

 • Þegar þú kaupir kaskótryggingu getur þú valið upphæð eigin áhættu en það er sú upphæð sem þú greiðir lendir þú í tjóni. Við greiðum svo mismun eigin áhættu og heildarkostnaðar vegna tjóns. Upphæð eigin áhættu hefur áhrif á iðgjaldið en því hærri sem eigin áhætta er því lægra er iðgjaldið. Algengast er að viðskiptavinir okkar velji eigin áhættu á bilinu 80.000 - 130.000 kr. 
 • Við bjóðum einnig upp á hálfkaskótryggingu sem er ágætur valkostur fyrir dráttarvélar og önnur ökutæki sem aka lítið í þéttbýli.
 • Kaskótrygging gildir á Íslandi og á ferðalagi innan Evrópska efnahagssvæðisins og Sviss í allt að 92 daga frá brottfarardegi. Standi ferðalag lengur en í 92 daga er hægt að framlengja gildistímann gegn greiðslu.

Á yfirliti ökutækjatrygginga getur þú séð úr hvaða ökutækjatryggingum bótaskyld tjón eru bætt.

Yfirlit ökutækjatrygginga
Nánari upplýsingar um kaskótryggingu

Tryggingin bætir

 • Skemmdir á ökutækinu vegna áreksturs eða áaksturs.
 • Skemmdir á ökutækinu vegna útafaksturs, veltu og hraps.
 • Þjófnað og skemmdarverk á ökutækinu.
 • Skemmdir á ökutækinu vegna uppfoks á vélarhlíf og hurðum.
 • Skemmdir á ökutækinu ef snjór eða grýlukerti falla af húsþaki á ökutækið.

Tryggingin bætir ekki

 • Skemmdir á ökutækinu sem verð vegna æfinga og keppni í hvers konar akstursíþróttum.
 • Skemmdir á ökutækinu sem verða vegna grjótkasts af vegi.
 • Þjófnað á einstökum hlutum ökutækisins.
 • Skemmdir á ökutækinu sem verð ef laust grjót hrekkur undir ökutækið í akstri.

Vinsamlegast athugaðu að upptalning hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.

Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Þarftu meiri vernd?

Bílrúðutrygging

Flestir viðskiptavina okkar sem eru með lögboðna ábyrgðartryggingu ökutækis eru einnig með bílrúðutryggingu. Tryggingin bætir tjón á framrúðu, afturrúðu og hliðarrúðum ökutækis.

Lesa meira

Húsvagnatrygging

Njóttu ferðalagsins með húsvagninn vel tryggðan. Húsvagnatrygging er kaskótrygging sem bætir tjón á hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum meðal annars vegna eldsvoða, áreksturs, veltu, óveðurs og þjófnaðar ásamt því að tryggja þá lausamuni sem eru að staðaldri í húsvagninum.

Lesa meira

Keppnisviðauki akstursíþrótta

Í flestum akstursíþróttum er gerð krafa um að keppendur og skráningarskyld ökutæki séu tryggð sérstaklega. Því bjóðum við upp á keppnisviðauka fyrir þau ökutæki sem eru með lögboðna ábyrgðartryggingu hjá VÍS.

Lesa meira

Fríðindi

Barnabílstólar

Viðskiptavinir VÍS fá 10% afslátt af barnabílstólum og 15% afslátt af leigu. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Betra Grip

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af Bridgestone loftbóludekkjum og 12% afslátt af vinnu. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Bílstólaleiga.is

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af stofngjaldi og 20% afslátt af mánaðarleigu miðað við langtímaleigu á bílstól. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

BYKO

Viðskiptavinir VÍS fá 25% afslátt af barnabílstólum. Gildir ekki sem aukaafsláttur á tilboðsvöru. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Chicco.is

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af barnabílstólum. Gildir ekki sem aukaafsláttur á tilboðsvöru. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

FAKÓ

Viðskiptavinir VÍS fá 15% afslátt af eldvarnateppum og slökkvitækjum. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Græni unginn

Viðskiptavinir VÍS fá 10% afslátt af barnabílstólum. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Harðkornadekk

Viðskiptavinir VÍS fá 25% afslátt af hjólbörðum. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Heimkaup

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af ýmsum öryggisvörum. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Hreiður

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af barnabílstólum í verslun. Gildir ekki sem aukaafsláttur á tilboðsvöru. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Húsasmiðjan

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af barnabílstólum, barnasessum og barnaöryggisvörum. Gildir ekki sem aukaafsláttur á tilboðsvöru. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Klettur

Viðskiptavinir VÍS sem eru með F plús fjölskyldutryggingu fá 15% afslátt af hjólbörðum og 10% afslátt af vinnu. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Nine Kids

Viðskiptavinir VÍS fá 20% afslátt af Cybex og GB barnabílstólum og base. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Fjallakofinn

Viðskiptavinir VÍS fá 10% afslátt af öllum vörum. Gildir ekki sem aukaafsláttur á tilboðsvöru. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

FlyOver Iceland

Viðskiptavinir VÍS fá 15% afslátt af miðum þegar tími er bókaður á netinu. Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Vöruhús

Viðskiptavinir VÍS fá 10% afslátt af öryggisvörum Þú þarft að skrá þig inn til að sjá afsláttarkóðann.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar

Ert þú með kaskó­trygg­ingu?

Vantar þig aðstoð? Þarftu að bregðast við tjóni? Þarftu að tilkynna tjón?

Getum við aðstoðað?

Fyrstu viðbrögð við tjóni

Tilkynna tjón
Ert þú með kaskótryggingu?
Forvarnir
Umferð

Bílstólar

Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum. Undanfarin 25 ár höfum við hjá VÍS hjálpað við að gæta öryggis barna í umferðinni með útleigu á öruggum barnabílstólum. Þörfin var mikil þegar við hófum þessa vegferð enda sýndu kannanir á þeim tíma að yfir 30% barna voru laus í bílum og aðgengi að vönduðum og öruggum barnabílstólum lítið. Í dag heyrir það til undantekninga að börn séu ekki í bílstólum og úrvalið af öruggum stólum hefur aldrei verið betra. Við teljum því tímabært að beina kröftum okkar að öðrum forvarnar- og öryggisverkefnum þar sem þörfin er meiri. Þess vegna hætti VÍS útleigu á barnabílstólum í apríl árið 2019 en við miðlum þó áfram upplýsingum um öryggi barnabílstóla í forvarnaskyni.
Lesa meira

Ef þú ert með ökutækjatryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Sjá nánar

Eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns .

Sjá nánar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Sjá nánar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Sjá nánar

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

Sjá nánar
,