Hoppa yfir valmynd

Kaskó­trygging

Við vitum að þú elskar bílinnunderline þinn og vilt aðeins það besta fyrir hann. Öll getum við þó lent í óhappi í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Kaskótryggingunni okkar hefur verið gjörbylt og bætir nú öll tjón á bílnum þínum, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Því er góð hugmynd að kaskótryggja bílinn hjá okkur.

Saman pössum við upp á bílinn þinn, hvort sem hann er tryggður með hefðbundinni kaskótryggingu eða kaskótryggingu Ökuvísis.

Hvernig virkar kaskó­trygg­ing?

 • Þegar þú kaupir kaskótryggingu þá velur þú þína eigin áhættu. Það er sú upphæð sem þú greiðir ef þú lendir í tjóni. Við greiðum þann kostnað við tjónið sem er umfram upphæð eigin áhættu þinnar. Því hærri eigin áhættu sem þú velur þeim mun lægra er iðgjaldið. Algengast er að viðskiptavinir okkar velji eigin áhættu á bilinu 90.000 - 140.000 kr.
 • Eigin áhætta þín er sú sama í öllum kaskótjónum, ólíkt því sem þekkist hjá sumum tryggingafélögum.
 • Kaskótrygging gildir á Íslandi og á ferðalagi innan Evrópska efnahagssvæðisins og Sviss í allt að 92 daga frá brottfarardegi. Standi ferðalag lengur en í 92 daga er hægt að framlengja gildistímann gegn greiðslu.

Á yfirliti ökutækjatrygginga getur þú séð úr hvaða ökutækjatryggingum bótaskyld tjón eru bætt. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða í kaskó.

Yfirlit ökutækjatrygginga
Hvernig virkar kaskótrygging?

Betri kaskó­trygg­ing?

Heldur betur!

Ef hestar ákveða að nota bílinn þinn sem hoppukastala eða ef trampólín tekur upp á að fjúka á hann í logni – þá er bíllinn tryggður.

 • Við bætum tjón á undirvögnum - líka rafhlöðu - á flestum vegum landsins.
 • Engin viðbótar eigin áhætta vegna tjóns á rafhlöðu eða undirvagni.
 • Engin viðbótar eigin áhætta vegna vatnstjóns á bundnu slitlagi.
 • Þjófnaður á ferðalagi í Evrópu er bættur.
 • Engin hámarksfjárhæð á björgunarkostnaði.
 • Þú borgar aldrei hærri eigin áhættu en þá sem þú valdir.

Taktu þátt í byltingunni!

KaupaSækja Ökuvísi
Betri kaskótrygging?

Rafmögnuð kaskó­trygging

Kaskótryggingin tekur núna sérstaklega vel á tjónum á rafbílum ⚡ Hvort sem rafhlaða, hleðslusnúra eða bíllinn sjálfur skemmist er hann betur tryggður hjá okkur. Hjá okkur hækkar eigin áhætta ekki þótt tjón verði rafhlöðu, en sum tryggingarfélög hækka töluvert eigin áhættu í slíkum tjónum.

Fá tilboð
Rafmögnuð kaskótrygging

Tryggingin bætir

 • Tjón á ökutækinu vegna skyndilegra, utanaðkomandi atvika sem falla undir skilmála.
 • Tjón vegna eldsvoða.
 • Þjófnað og skemmdarverk á ökutækinu eða hlutum þess.
 • Kostnað við björgun eða flutning á næsta viðgerðarverkstæði ef ökutækið verður óökuhæft vegna bótaskylds tjóns.

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón á undirvagni ef ekið er á landsvegum eða stofnvegum um hálendi og tjón sem má rekja til þessa.
 • Tjón vegna hefðbundins steinkasts af vegi sem veldur eingöngu skemmdum á lakki ökutækis. Með hefðbundnum steinkasti er átt við þann atburð þegar lausir steinar á vegi skjótast undan öðru ökutæki á hið tryggða ökutæki.
 • Skemmdir á aukabúnaði ökutækis, nema um annað sé samið.
 • Skemmdir á ökutækinu vegna þátttöku í aksturskeppni eða við æfingu í akstursíþrótt.
 • Skemmdir á ökutækinu vegna gæludýra.
 • Tjón á tengivögnum eða öðrum tækjum sem hafa verið tengd eða skeytt við ökutækið.
 • Tjón vegna foks á lausum jarðefnum, t.d. sandi, möl eða mold.
 • Tjón á felgum sem leiðir eingöngu til útlitslýtis.

Vinsamlegast athugaðu að upptalning hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Þarftu meiri vernd?

Bílrúðutrygging

Flestir viðskiptavina okkar sem eru með lögboðna ábyrgðartryggingu ökutækis eru einnig með bílrúðutryggingu. Tryggingin bætir tjón á framrúðu, afturrúðu og hliðarrúðum ökutækis.

Lesa meira

Húsvagnatrygging

Njóttu ferðalagsins með húsvagninn vel tryggðan. Húsvagnatrygging er kaskótrygging sem bætir tjón á hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum meðal annars vegna eldsvoða, áreksturs, veltu, óveðurs og þjófnaðar ásamt því að tryggja þá lausamuni sem eru að staðaldri í húsvagninum.

Lesa meira

Keppnisviðauki akstursíþrótta

Í flestum akstursíþróttum er gerð krafa um að keppendur og skráningarskyld ökutæki séu tryggð sérstaklega. Því bjóðum við upp á keppnisviðauka fyrir þau ökutæki sem eru með lögboðna ábyrgðartryggingu hjá VÍS.

Lesa meira

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar

Ert þú með kaskó­trygg­ingu?

Vantar þig aðstoð? Þarftu að bregðast við tjóni? Þarftu að tilkynna tjón?

Getum við aðstoðað?

Fyrstu viðbrögð við tjóni

Tilkynna tjón
Ert þú með kaskótryggingu?
Forvarnir
Umferð

Eftirvagnar

Á sumrin eru margir eftirvagnar í eftirdragi.
Lesa meira

Ef þú ert með ökutækjatryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Sjá nánar

Eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns .

Sjá nánar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Sjá nánar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Sjá nánar

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

Sjá nánar