Hoppa yfir valmynd

Áhættumat líf- og heilsutrygginga

Þegar þú sækir um líf- og heilsutryggingar þarftu að fylla út umsókn þar sem þú þarft meðal annars að svara spurningum er varða heilsufar þitt, fjölskyldusögu og hvort þú stundir áhættusamar tómstundir.

Allar umsóknir fara að því loknu í gegnum áhættumat hjá okkur. Í áhættumati er farið eftir ströngum verkferlum. Verkferlarnir eru sífellt í endurskoðun eftir því sem rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda fleygir fram. Verkferlarnir eru ekki aðgengilegir umsækjendum.

Í áhættumatsferlinu getur verið nauðsynlegt að afla frekari upplýsinga varðandi heilsufar þitt frá lækni þínum eða sjúkrastofnun. Það er þó aldrei gert nema að fá undirritað samþykki frá þér. Heilsufarsskoðun getur líka verið nauðsynleg í sumum tilfellum.

Niðurstaða áhættumats getur leitt til sérskilmála, álags sem felur í sér hærra verð á tryggingunni eða synjunar.  

Hér getur þú séð hvað getur haft áhrif á niðurstöðu áhættumatsins. Upptalningin er ekki tæmandi.

  • Reykingar, þ.m.t. rafsígarettur og veip
  • Þyngd
  • Hækkaður blóðþrýstingur
  • Sykursýki
  • Geðsjúkdómar
  • Meðfæddir sjúkdómar
  • Krabbamein
  • Áfengis- og vímuefnavandi
  • Fjölskyldusaga
  • Einkaflug, köfun, akstursíþróttir, fallhlífastökk