Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 28.03.2023

Snjóflóð á Austurlandi

Hugur okkar er hjá Austfirðingum sem eru að upplifa erfiða tíma vegna snjóflóða og snjóflóðahættu þessa dagana.

Við höfum tekið saman upplýsingar fyrir þau sem hafa orðið fyrir tjóni og veitum alla þá aðstoð sem við getum.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef eitthvað er óljóst.

Neskaupstaður

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) bætir tjón sem verða af völdum snjóflóða líkt og varð í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Brunatrygging tryggingafélags þarf þó að vera til staðar.

Eftirfarandi tjón eru tilkynnt til NTÍ

  • Tjón á húseignum. Allar brunatryggðar húseignir eru tryggðar fyrir snjóflóðum hjá NTÍ. Brunatrygging húseigna er skyldutrygging á Íslandi og er tryggingarfjárhæð þeirra samkvæmt brunabótamati frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS).
  • Tjón á innbúi og öðrum lausamunum. Brunatryggt innbú og aðrir brunatryggðir lausamunir eru tryggðir fyrir snjóflóðum hjá NTÍ.
  • Tjón á brunatryggðum bílum. Bílar sem eru ekki með kaskótryggingu en eru brunatryggðir eru tryggðir fyrir snjóflóðum hjá NTÍ.
  • Tilkynna tjón til NTÍ.
  • Ef tjón varð bæði á húseign og innbúi (eða öðrum lausamunum) þarf að gera tvær tjónstilkynningar hjá NTÍ.

Kaskótjón bíla eru tilkynnt til VÍS

  • Bílar sem eru með kaskótryggingu hjá VÍS eru tryggðir fyrir snjóflóðum.
  • Tilkynna kaskótjón til VÍS.

Þú getur séð yfirlit yfir tryggingarnar þínar með því að skrá þig inn.