Hoppa yfir valmynd

Fréttasafn

2025
Almennt16.04.2025

Ertu að fara á flakkið?

Við erum að detta inn á tímabil þar sem fólk fer gjarnan í lengri frí og ferðalög. Styttri vinnuvikur í kortunum og gott að kúpla sig út úr daglegu amstri. Það er því gott að huga að ferðatryggingum og tryggja að þú sért með aðgengi að góðri þjónustu og aðstoð ef eitthvað kemur upp á.

Lesa meira
Almennt15.04.2025

VÍS opnar aftur á Akranesi

VÍS mun opna þjónustuskrifstofu á Akranesi í sumar

Lesa meira
Forvarnir21.03.2025

Vel heppnuð Forvarnaráðstefna

Árleg Forvarnaráðstefna VÍS var haldin í Hörpu 20. mars s.l. Ráðstefnan var vel sótt en tæplega 300 þátttakendur skráðu sig til leiks. Þeir sem náðu ekki að mæta geta skráð sig inn á vis.is og séð erindi ráðstefnunnar.

Lesa meira
Almennt21.03.2025

Vegna lokunar á Heathrow flugvelli

Við bendum á að ferðatafir og aflýsingar á flugum vegna lokunar á Heathrow flugvelli þann 21. mars falla hvorki undir skilmála ferðatryggingar heimilistryggingar né undir skilmála flestra ferðatrygginga kreditkorta.

Einungis eitt kreditkort sem við þjónustum fellur, í ákveðnum tilvikum, undir þetta atvik en það er Platinum / Premium / Business Icelandair kreditkort (skilmáli GT87). Þau sem eru með þetta kort og eiga bókaða ferð um Heathrow í dag geta tilkynnt tjón til okkar.

Við bendum öðrum, sem þetta atvik hefur áhrif á, að hafa samband við flugfélagið sitt eða Samgöngustofu.

Lesa meira
Almennt20.03.2025

Alcoa Fjarðaál og Sæplast hlutu Forvarnaverðlaun VÍS

Forvarnaráðstefna VÍS var haldin í fimmtánda sinn í Hörpu í dag, 20. mars, og var yfirskrift ráðstefnunnar „Vinnum með öryggi alla daga“. Ráðstefnan er ein sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem sérfræðingar og stjórnendur deila reynslu sinni af öryggis- og forvarnamálum. Sex erindi voru á dagskrá ásamt veitingu Forvarnaverðlauna til þeirra sem sýna fram á framúrskarandi árangur í öryggismálum.

Lesa meira
Almennt19.03.2025

VÍS fylgir góðu fordæmi og tryggir þolendum ofbeldis í nánum samböndum fjárhagslegar bætur 

VÍS hefur bætt við tryggingarvernd fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum í heimilistryggingu sína. Með því hafa þau sem verða fyrir slíku ofbeldi möguleika á  að sækja fjárhagslegar bætur í tryggingu sína. 

Lesa meira
Almennt03.03.2025

Tjónstilkynningar vegna sjávarflóðanna

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur óskað eftir aðkomu VÍS að björgun og tjónamati vegna sjávarflóðanna sem hafa gengið yfir land á Akranesi, Kjalarnesi, Seltjarnarnesi og víðar.

Við bendum viðskiptavinum okkar á að tjónstilkynningar vegna þessara atburða þurfa að koma inn til okkar sem almennar tjónstilkynningar.

Almennar tjónstilkynningar má finna undir „Annað“ í tjónstilkynningarferlinu okkar.

Lesa meira

Fjölmiðlatorg VÍS