Fréttasafn

Málþing Eldvarnabandalagsins haldið 9. okt
Málþing Eldvarnabandalagsins verður haldið fimmtudaginn 9. október kl. 13:00 í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis og hvetjum við öll sem hafa áhuga á eldvörnum til að mæta.

Í fyrsta sinn geta öll fyrirtæki sótt um Forvarnaverðlaun VÍS
Forvarnaverðlaun VÍS hafa verið afhent árlega allt frá 2010. Í ár markar tímamót, því í fyrsta sinn geta öll fyrirtæki landsins sótt um verðlaunin, óháð því hvar þau eru tryggð.

Flotbjörgunarbúningar afhentir Slysavarnaskólanum í 15. skipti
Á dögunum tók skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna á móti tíu nýjum flotbjörgunarbúningum frá VÍS en alls eru búningarnir orðnir 150 sem félagið hefur gefið.

Vegna gjaldþrots Play
Tjón vegna gjaldþrots flugfélags eða ferðaskrifstofu fellur ekki undir ferðatryggingar hjá okkur. Réttarstaða farþega í slíkum tilvikum fer þó eftir því hvaða þjónusta var keypt, hvar hún var keypt og af hverjum.

Verum viðbúin veðrinu
Gert er ráð fyrir mikilli úrkomu föstudagskvöldið 26. september. Veitur vara við því að hætta er á að vatn flæði upp úr niðurföllum ef lagnir fyllast tímabundið af rigningarvatni.
Gott er að vita hvað skal gera ef til þess kemur að vatn flæði upp úr niðurföllum, bæði úti og innandyra.

Upplýsingar um þjónustu VÍS vegna árshátíðar starfsfólks
Þjónustuskrifstofur okkar verða lokaðar föstudaginn 12. september vegna árshátíðar starfsfólks. Þjónustusíminn verður opinn milli 09:00-15:00.

Gulur september
Andleg heilsa er grundvallaratriði í lífi okkar allra og mikilvægt að við ræðum hana opinskátt, án fordóma og með virðingu.