Hoppa yfir valmynd

Innbús­trygging

Innbústrygging tryggir innbúunderline og persónulega muni sem fylgja almennu heimilishaldi. Innbústrygging tekur til dæmis til þjófnaðar, bruna og vatnstjóns á innbúi.

Innbú eru þeir hlutir sem þú eða fjölskyldan þín eigið persónulega ásamt munum eins og húsgögnum, skrautmunum, leirtaui, sængurfötum svo dæmi séu tekin. Það má segja að innbú sé allt sem þú tekur með þér ef þú flytur.

Mikilvægt er að þú leggir rétt mat á raunverulegt virði innbúsins því ef til tjóns kemur miðast bæturnar við skráð innbúsverðmæti. Þar sem erfitt getur verið að reikna verðmætið þá getur þú notað reiknivél til að finna út meðalvirði innbús miðað við stærð fjölskyldu og húsnæðis. Ef breytingar verða á stærð fjölskyldu eða húsnæðis þá mælum við með að yfirfara og uppfæra skráð innbúsverðmæti.

Verðmætur tómstundabúnaður eins og golfbílar, kajakar, drónar og fleira er tryggður í innbústryggingu F plús 4. Ef búnaðurinn er geymdur á lögheimili þínu er hann tryggður að fullu en að hluta til ef hann er geymdur utan þess.

Ef þú geymir einhverja hluti venjulega utan heimilis þíns þá er hugsanlegt að þú viljir tryggja þá sérstaklega. Þetta á einnig við um sérstaklega verðmæta hluti, jafnvel þó þeir séu geymdir inn á heimilinu, því tryggingarvernd þeirra er að hámarki ákveðið hlutfall af innbúsverðmæti. Hafðu samband og við ráðleggjum þér hvernig best er að tryggja þessa hluti.

Helstu takmarkanir á innbústryggingu:

 • Bótafjárhæð samanlagðs tjóns í flokknum úr og skartgripir er að hámarki 5% (F plús 1,2,3) og 10% (F plús 4) af innbúsverðmæti.
 • Bótafjárhæð samanlagðs tjóns í flokknum peningar, verðbréf, handrit, frumteikningar, mynt- og frímerkjasafn er að hámarki 1% (F plús 1,2,3) og 2% (F plús 4) af innbúsverðmæti.
 • Bótafjárhæð samanlagðs tjóns í flokknum verkfæri, varahlutir og áhöld sem notuð eru við atvinnu er að hámarki 5% af innbúsverðmæti.
 • Bótafjárhæð samanlagðs tjóns í flokknum auka- og varahlutir sem tilheyra vélknúnu ökutæki, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagni eða skemmtibát er að hámarki 2% af innbúsverðmæti.
 • Aðeins er tryggður einn umgangur vetrar- og sumardekkja undir hvern einkabíl.

Dæmi: Innbúsverðmæti þitt er skráð 16.000.000 krónur. Þú lendir í því að brotist er inn á heimili þitt og úrum og skartgripum er stolið. Bótafjárhæð samanlagðs tjóns í flokknum úr og skartgripir í innbústryggingu þinni er í þessu tilfelli að hámarki 800.000 krónur (F plús 1, 2, 3) eða 1.600.000 krónur (F plús 4).

Innbústrygging er innifalin í öllum F plús tryggingunum okkar. Þó er munur á bótafjárhæðum, upphæð eigin áhættu og hversu víðtæk verndin er eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða. Sjá samanburð á F plús tryggingum.

Tryggingin bætir

 • Tjón á innbúi vegna eldsvoða, sótfalls, eldinga, sprenginga, vatns, gufu og olíu.
 • Tjón á innbúi vegna þjófnaðar og ráns.
 • Tjón á innbúi vegna skemmdarverka sem unnin eru af ásetningi.
 • Tjón á innbúi vegna brots eða hruns á innbúi vegna tilfallandi bilana.
 • Tjón á innbúi í ökutæki sem lendir í umferðaróhappi.
 • Skemmdir á þvotti vegna bilunar í þurrkara eða þvottavél.
 • Skemmdir á matvælum vegna ófyrirséðrar stöðvunar á kælikerfi frystikistu eða kæliskáps.
 • Tjón á innbúi vegna skyndilegs snjóþunga.
 • Tjón á innbúi innanhúss vegna óveðurs þegar vindhraði nær 28,5 metrum á sekúndu.
 • Tjón á innbúi að völdum loftfara eða hluta sem frá þeim falla.

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón á innbúi sem verður vegna sprenginga sem tengjast verklegum framkvæmdum.
 • Tjón á innbúi vegna sóts eða reyks sem safnast hefur saman á löngum tíma.
 • Tjón á innbúi vegna utanaðkomandi vatns.
 • Tjón á innbúi vegna þjófnaðar í mannlausu og ólæstu íbúðarhúsnæði.
 • Tjón vegna þjófnaðar á innbúi sem skilið er eftir ólæst.
 • Skemmdarverk á innbúi sem er utandyra, annar staðar en við það heimili sem er tryggt.

Trygging frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er innifalin í innbústryggingu. Sú trygging bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum F plús 1-4.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
,