Nánari upplýsingar um F plús 4
- F plús 4 er víðtækasta fjölskyldutryggingin okkar og er með hæstu bótafjárhæðirnar. Þú greiðir lægstu eigin áhættuna ef þú lendir í tjóni og ert með F plús 4.
- F plús 4 inniheldur ellefu verndir: Innbústryggingu, viðbótarkostnað vegna innbústjóns, ábyrgðartryggingu, málskostnaðartryggingu, frítímaslysatryggingu, breytinga- og hjálpartækjakostnað í kjölfar slyss, áfallahjálp, umönnunartryggingu barna, bilanatryggingu raftækja, sjúkrahúslegutryggingu og innbúskaskótryggingu.
- Fólkið þitt er mjög vel tryggt í F plús 4 þar sem tryggingin inniheldur frítímaslysatryggingu, umönnunartryggingu barna og sjúkrahúslegutryggingu.
- Innbúið þitt er mjög vel tryggt í F plús 4 þar sem tryggingin inniheldur bæði innbústryggingu og innbúskaskó. Í innbústryggingunni er stærri tómstundabúnaður svo sem golfbílar, kajakar, drónar og fleira innifalinn í tryggingunni. Innbúskaskó bætir það tjón sem innbústryggingin bætir ekki, það er að segja ef tjónið verður vegna skyndilegra, ófyrirsjáanlegra og utanaðkomandi atvika.
- Ef þú ert með F plús 4 tryggingu getur þú einnig bætt við ferðatryggingu F plús.
- Þegar heimilisaðstæður breytast til dæmis börnin flytja að heiman eða fjölskyldan flytur í minna húsnæði er gott að endurskoða F plús leiðina þína.

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Afslættir og aðrar upplýsingar
