
Málskostnaðartrygging
Kostnaður við að reka einkamál
fyrir dómstólum getur verið mikill. Málskostnaðartrygging greiðir málskostnað þinn vegna ágreinings í einkamálum.
Nánari upplýsingar um málskostnaðartryggingu
- Málskostnaðartrygging er annars vegar innifalin í F plús 2, 3 og 4 og hins vegar í húseigendatryggingu.
- Málskostnaðartryggingin sem er innifalin í F plús 2, 3 og 4 greiðir málskostnað þinn vegna ágreinings í einkamálum sem snertir þig sem einstakling. Þó er munur á bótafjárhæðum, upphæð eigin áhættu og hversu víðtæk verndin er eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða.
- Málskostnaðartryggingin sem er innifalin í húseigendatryggingunni greiðir einungis málskostnað þinn vegna ágreinings í einkamálum sem snertir þig sem eiganda fasteignar.
- Skilyrði tryggingarinnar er að þú njótir aðstoðar lögmanns. Lögmaðurinn tilkynnir málið til okkar þegar hann tekur málið að sér.
- Við tilkynnum þér hvort málið falli undir málskostnaðartryggingu eftir að fullnægjandi upplýsingar hafa borist um málið.

Tryggingin bætir
- Málskostnað vegna einkamála sem snertir þig sem einstakling og getur komið til úrlausnar héraðsdóms, Landsréttar eða Hæstaréttar á Íslandi.
Tryggingin bætir ekki
- Málskostnað vegna sakamála.
- Málskostnað vegna hjónaskilnaða, sambandsslita, umgengnismála eða forræðismála.
- Málskostnað sem tengist atvinnurekstri.
- Málskostnað sem tengist fasteign.
- Málskostnað sem kemur til vegna notkunar eða eignar þeirra sem tryggingin nær yfir á farartækjum, eða hverskyns tengivögnum.
- Málskostnað vegna gjaldþrota, nauðungarsamninga, veða, krafa, víxla eða innheimtumála.
- Málskostnað vegna ágreinings við VÍS.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.