Hoppa yfir valmynd

Viðbót­ar­kostn­aður vegna innbústjóns

Það getur tekið mikið á að lenda í tjóniunderline og fylgir stórum tjónum oftast mikið rask. Þessi trygging bætir þér tjón af völd­um slökkvi- og björg­un­araðgerða sem getur orðið þegar verið er að forðast eða minnka tjón sem er bótaskylt úr F plús tryggingunni þinni.

Ef þú þarft að flytja innbúið af heimilinu og geyma annars staðar á meðan viðgerðir standa yfir á bótaskyldu tjóni úr F plús tryggingunni þinni er kostnaður við flutninginn greidd­ur og tjón bætt ef innbúið skemmist í flutningnum.

Viðbótarkostnaður vegna innbústjóns er innifalin vernd í öllum F plús tryggingunum okkar.

Tryggingin bætir

  • Tjón á innbúi af völdum slökkvi- og björgunaraðgerða.
  • Kostnað vegna nauðsynlegs flutnings á innbúi í geymslu vegna innbústjóns.
  • Tjón á innbúi sem verður í flutningi í geymslu vegna innbústjóns.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum F plús 1-4.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
,