Hoppa yfir valmynd

Viðbót­ar­kostn­aður vegna innbústjóns

Það getur tekið mikið á að lenda í tjóniunderline og fylgir stórum tjónum oftast mikið rask. Þessi trygging bætir þér tjón af völd­um slökkvi- og björg­un­araðgerða sem getur orðið þegar verið er að forðast eða minnka tjón sem er bótaskylt úr F plús tryggingunni þinni.

Ef þú þarft að flytja innbúið af heimilinu og geyma annars staðar á meðan viðgerðir standa yfir á bótaskyldu tjóni úr F plús tryggingunni þinni er kostnaður við flutninginn greidd­ur og tjón bætt ef innbúið skemmist í flutningnum.

Viðbótarkostnaður vegna innbústjóns er innifalin vernd í öllum F plús tryggingunum okkar.

Tryggingin bætir

  • Tjón á innbúi af völdum slökkvi- og björgunaraðgerða.
  • Kostnað vegna nauðsynlegs flutnings á innbúi í geymslu vegna innbústjóns.
  • Tjón á innbúi sem verður í flutningi í geymslu vegna innbústjóns.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

,