Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 02.08.2022

Jarðskjálftar - forvarnir og tryggingar

Vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga viljum við koma eftirfarandi upplýsingum um forvarnir og tryggingar á framfæri. 

Get ég dregið úr líkum á slysum og tjóni?

Já, það getur þú. Við hvetjum þig til að kynna þér efni okkar á vis.is og gera ráðstafanir á heimilinu og fara yfir rétt viðbrögð ef stór jarðskjálfti verður.

Hver bætir tjón af völdum jarðskjálfta og eldgosa?

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTI) bætir tjón á brunatryggðum húseignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss og jarðskjálfta. Hún bætir einnig tjón á innbúi og öðrum innanstokksmunum ef fjölskyldu- eða lausafjártrygging er til staðar. Tjón ber að tilkynna til þeirra. Vert er að benda á að eigin áhætta innbústjóna hjá NTÍ er að lágmarki kr. 200.000 og að lágmarki kr. 400.000 í húseigendatjónum.

Hvað með mínar tryggingar?
  • Fasteignir
    Ef þú átt fasteign, sama hvort er íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, bílageymslur, útihús, sumarhús eða hesthús, ber þér að kaupa lögboðna brunatryggingu. Með henni myndast sjálfkrafa vernd hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Ef brunabótamat endurspeglar ekki verðmæti húsnæðisins þá er hægt að kaupa viðbótarbrunatryggingu.
  • Innbú
    Ef þú ert með F plús fjölskyldutryggingu eða lausafjártryggingu þá er innbúið brunatryggt og þar af leiðandi bætir Náttúruhamfaratrygging Íslands það. Mikilvægt er að tryggingaverndin endurspegli verðmæti innbús en reynsla NTÍ segir að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja sé ekki tryggt vegna tjóna af völdum náttúruhamfara. Hér getur þú ætlað verðmæti innbúsins.
  • Bílar
    Jarðskjálftar og eldgos eru undanskilin í kaskótryggingu bíla en NTI bætir tjón sem verður vegna þess á brunatryggðum bílum. Við hvetjum því viðskiptavini okkar til að taka brunatryggingu ökutækja á bíla sína.
  • Vinnuvélar
    Ef þú ert með kaskótryggingu vinnuvéla hjá okkur þá bætir hún tjón vegna eldgosa og jarðskjálfta.
Hvar get ég séð tryggingarnar mínar?

Þú getur séð yfirlit yfir tryggingar þínar með því að skrá þig inn á vis.is.  Ekki hika við að hafa samband við okkur á vis@vis.is eða á netspjall okkar eða í síma 560-5000 ef þú ert í einhverjum vafa, vilt breyta eða bæta við tryggingavernd þína.