lock search
lock search

Hvað á ég að gera ef ég lendi í tjóni

Tilkynna tjónið eins fljótt og auðið er og lágmarka frekara tjón.

  • Þegar tjónstilkynning er fyllt út er betra að skrifa meira en minna.
  • Útvega öll nauðsynleg gögn til að flýta fyrir þjónustu.

Hvernig ber ég mig að?
Hægt er að tilkynna tjón á eftirfarandi stöðum:

Hvað næst?
Á tjónstilkynningunum kemur fram hvaða fylgigögn þurfa að berast og skal skila þeim inn annað hvort rafrænt eða á næstu þjónustuskrifstofu.

Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

  • Í öllum þjófnuðum þarf lögregluskýrsla frá viðeigandi landi að fylgja.
  • Í eignatjónum þarf alltaf að skila kvittun fyrir eignarhaldi á persónulegum munum.
  • Í líkamstjónum og veikindum ber að skila læknisvottorði og frumriti reikninga.

Hvað ef þetta er enn flókið?
Þá er velkomið að hafa samband við Tjónaþjónustu VÍS í síma 560-5000 eða í netspjalli á vef VÍS. Einnig er hægt að koma við á næstu skrifstofu og fá aðstoð við að fylla út tjónstilkynningar og svör við hvers kyns spurningum sem kunna að vakna vegna tjónsins.

Eftir að öllum gögnum hefur verið skilað inn er tjónið afgreitt eins fljótt og auðið er.

Neyðarþjónusta
Ef alvarlegt tjón verður utan afgreiðslutíma og brýn þörf er á aðstoð strax má hafa samband við neyðarþjónustu VÍS í síma 560-5070. Þetta á sérstaklega við um bruna- og vatnstjón.

SOS International
Ef alvarleg slys eða veikindi verða erlendis þá er hægt að hafa samband við SOS International í Kaupmannahöfn sem VÍS á samstarf við. Þar er þjónusta allan sólarhringinn í síma +45 7010 5050.

Hvert skal snúa sér?
Einstaklingar sem slasast í umferðarslysi skulu snúa sér til þess tryggingafélags sem tryggir ökutækið sem ber ábyrgð á slysinu.

Bótaskylda
Ákvörðun um bótaskyldu grundvallast á skýrslu um tjónsatvik. Einnig getur verið nauðsynlegt að fá læknisfræðileg gögn.

Útlagður kostnaður
VÍS tekur afstöðu til framlagðra reikninga fyrir útlögðum kostnaði, s.s. lækniskostnaði, lyfjakostnaði eða kostnaði vegna sjúkraþjálfunar. Mikilvægt er að halda utan um frumrit reikninga og kvittana vegna slíks kostnaðar.

Aðstoð lögmanns
Í þeim tilfellum sem afleiðingar umferðarslyss eru varanlegar getur verið nauðsynlegt að leita aðstoðar lögmanns, en umferðarslys eru gerð upp skv. skaðabótalögum nr. 50/1993.

Tímabundið tekjutjón
Þegar tjónþoli hefur fullnýtt veikindarétt sinn hjá vinnuveitanda og stéttarfélagi getur hann átt rétt á greiðslum á tímabundnu tekjutjóni hjá VÍS.

Skila þarf eftirfarandi gögnum til VÍS svo hægt sé að taka afstöðu til tímabundins tekjutjóns:

  • Læknisvottorð til atvinnurekanda vegna óvinnufærni þar sem tímabil óvinnufærni kemur fram.
  • Yfirlit úr staðgreiðsluskrá fyrir núverandi ár og árið á undan (þessi gögn þarf að sækja hjá Ríkisskattstjóra). Ef tjónþoli er með sjálfstæðan atvinnurekstur á sinni eigin kennitölu þarf hann að skila yfirliti yfir reiknað endurgjald í stað yfirlits úr staðgreiðsluskrá.
  • Staðfesting vinnuveitanda. Eyðublaðið skal vera útfyllt af vinnuveitanda og stimplað.
  • Bætur fyrir tímabundið tekjutjón eru skattskyldar og er félaginu skylt að taka staðgreiðslu af þeim greiðslum. Ef tjónþoli vill nýta persónuafslátt þarf að upplýsa VÍS um ónýttan persónuafslátt.

 

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.