
Vatnstjón
Við erum til staðar fyrir þig ef þú lendir í vatnstjóni.
Tryggingar sem taka á vatnstjónum
- Húseigendatrygging er góð viðbót við lögboðna brunatryggingu. Húseigendatrygging tekur meðal annars á tjónum sem verða vegna vatnsleka frá lögnum. Tryggingin bætir einnig tjón vegna asahláku eða skyndilegs úrhellis þar sem vatn streymir frá jörðu og inn í húsnæði.
- Óveðurstrygging húsa er góð viðbót við lögboðna brunatryggingu ef húseigendatrygging er ekki til staðar. Til dæmis eru útihús oft tryggð með óveðurstryggingu. Óveðurstrygging tekur meðal annars á tjónum sem verða af völdum úrkomu samfara óveðri ef vindur hefur rofið þak, glugga eða aðra hluta hússins.
- Innbústrygging tekur á tjónum sem verða á innbúi vegna vatnstjóna. Innbústrygging er innifalin í öllum F plús fjölskyldutryggingum okkar.
- Bíllinn getur líka orðið fyrir tjóni vegna vatns. Kaskótrygging tekur á vatnstjónum sem verða á undirvagni og öllum véla- og rafbúnaði undirvagna ef tjón verður þegar ekið er á malbiki.
- Ef ekið er á malbiki tekur húsvagnatrygging á vatnstjónum sem verða á húsvagninum. Húsvagnatryggingin tekur á tjónum sem verða vegna vatns úr vatnsleiðslum eða frárennslislögnum í geymsluhúsnæði.
- Lausafjártrygging er grunntrygging fyrir verðmæta, staka muni. Við lausafjártryggingu er hægt að bæta vernd vegna vatnstjóna. Algengt er að tryggja vélar, lager, tölvubúnað, húsgögn og verkfæri með lausafjártryggingu.
Þú getur séð hvaða tryggingar þú ert með á tryggingayfirliti þínu.
Algengar spurningar um vatnstjón
