Hoppa yfir valmynd

Bílrúðutjón

Flestir viðskiptavina okkar sem eru með lögboðna ábyrgðartryggingu ökutækis eru einnig með bílrúðutryggingu. Þú getur séð hvaða tryggingar þú ert með á tryggingayfirliti þínu. Ef eitthvað er óljóst erum við reiðubúin að aðstoða þig ef þú þarft á okkur að halda.

Að forða frekari tjóni

  • Ef svo óheppilega vill til að þú færð stjörnu í bílrúðuna, t.d. eftir steinkast, er mikilvægt að setja bílrúðulímmiða á skemmdina sem fyrst. Passa verður að líma á hreina og þurra rúðu.
  • Bílrúðulímmiðinn heldur vatni og óhreinindum frá sprungunni og eykur líkurnar á því að hægt sé að gera við bílrúðuna þér að kostnaðarlausu.
  • Viðgerð á bílrúðunni er bæði hagstæðari og umhverfisvænni kostur en bílrúðuskipti. Þú greiðir enga eigin áhættu af bílrúðuviðgerð en eigin áhætta á bílrúðuskiptum er 20% af kostnaði.
  • Bílrúðulímmiðar frá VÍS eru í boði á skrifstofum okkar en einnig er hægt að panta þá í VÍS appinu. Þú getur einnig haft samband við okkur og við sendum þér límmiða.

Að tilkynna tjónið

  • Bílrúðutjón skal tilkynna til verkstæðis sem er í samstarfi við VÍS.
  • Ef skemmdin er minni en stærð 100 krónu penings eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þá er mikilvægt að leita til verkstæðis sem býður upp á bílrúðuviðgerðir. Vinsamlega athugaðu að sum verkstæði bjóða eingöngu upp á bílrúðuskipti.
  • Því miður eru topplúgur og glerþök bíla undanskilin í bílrúðutryggingu.

Í neyðartilvikum

Hringdu strax í 112

Bílrúðuviðgerð eða bílrúðuskipti?

Bílrúðuviðgerð · Engin eigin áhætta!
Bílrúðuskipti · Eigin áhætta 20% af kostnaði.