Bílrúðutjón
Flestir viðskiptavina okkar sem eru með lögboðna ökutækjatryggingu eru einnig með bílrúðutryggingu sem er valkvæð vernd.
Tryggingin bætir tjón á framrúðu, afturrúðu og hliðarrúðum ökutækis. Topplúgur og glerþök bíla eru undanskilin í bílrúðutryggingu.
Að forða frekari tjóni
- Ef svo óheppilega vill til að þú færð stjörnu í bílrúðuna, t.d. eftir steinkast, er mikilvægt að setja bílrúðulímmiða á skemmdina sem fyrst. Passa verður að líma á hreina og þurra rúðu.
- Bílrúðulímmiðinn heldur vatni og óhreinindum frá sprungunni og eykur líkurnar á því að hægt sé að gera við bílrúðuna þér að kostnaðarlausu þar sem engin eigin áhætta er greidd af bílrúðuviðgerðum.
- Viðgerð á bílrúðunni er bæði umhverfisvænni og hagstæðari kostur en bílrúðuskipti.
- Hægt er að fá bílrúðulímmiða í VÍS appinu og á þjónustuskrifstofum okkar um land allt.
Að tilkynna tjónið
- Bílrúðutjón skal tilkynna til verkstæðis sem er í samstarfi við VÍS.
Bílrúðuviðgerð eða bílrúðuskipti?

Þú getur séð yfirlit yfir tryggingarnar þínar í VÍS appinu eða með því að skrá þig inn á vefinn okkar.