Er tjónið bætt?
Ábyrgðartrygging þriðja aðila
- Sveitarfélög eða Vegagerðin geta borið ábyrgð á holutjónum vegna háttsemi eða athafnaleysis, það er ef vitað er af holunni og ekki brugðist við með því að gera við hana eða ekki sett varúðarmerking.
- Ef ökumaður lendir í holutjóni getur hann sótt í ábyrgðartryggingu viðkomandi sveitarfélags.
- Tilkynnt er um holutjón til tryggingafélags sveitarfélagsins. VÍS tekur á móti tjónstilkynningum vegna holutjóna sem verða meðal annars í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Mikilvægt að velja „Annað“ og „Ábyrgð“ í tilkynningarferlinu okkar þegar tilkynnt er um ábyrgðartjón.
- Vegagerðin tekur á móti tjónstilkynningum vegna holutjóna á stofnæðum landsins.
- Þegar tjónið hefur verið tilkynnt þá mun VÍS óska eftir gögnum frá sveitarfélagi eða Vegagerðinni til að geta tekið afstöðu til bótaskyldu. Þetta ferli getur tekið einhvern tíma svo ef ökutækið er með kaskótryggingu hjá VÍS bendum við á að tjónið gæti verið bótaskylt þar að frádreginni eigin áhættu.
Kaskótrygging ökutækis
- Kaskótrygging bætir holutjón ökutækja en slík tjón eru þó sjaldnast það umfangsmikil að þau fari yfir eigin áhættu tryggingarinnar. Algengast er að viðskiptavinir okkar velji eigin áhættu á bilinu 90.000 - 140.000 kr.
Hvað getum við gert?
- Ef þess er kostur leitumst við að keyra ekki ofan í holur, ef það er ekki hægt drögum þá vel úr hraða.
- Munum að í pollum og vatnsrásum geta leynst holur. Ef við komumst ekki hjá því að aka þar drögum vel úr hraða, það minnkar líka líkur á að bíll fljóti upp og við missum stjórn á honum.
- Tökum höndum saman og tilkynnum allar holur.
- Á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) er hægt að tilkynna holur eða önnur frávik á götum og umferðarmannvirkjum á öllum vegum landsins.
Forvarnir
Umferð
Umferð
Akstur
Umferðarreglur byggja á lögum og reglugerðum, sem geta tekið breytingum. Í ökunámi eru lögin og reglugerðirnar kenndar. Eftir það verður hver og einn að fylgjast með þeim breytingum sem verða. Núgildandi umferðarlög nr, 77/2019 tóku gildi þann 1. janúar 2020. Með umferðarlögunum eru ýmsar reglugerðir og má finna þær tengdar umferðarlögunum. Jafnframt er hægt að nálgast samantekt þeirra á vef Samgöngustofu. Upplýsingar um öll umferðarmerki má sjá á vef Vegagerðarinnar.
Lesa meira