Hoppa yfir valmynd

Starfsörorkutrygging vegna veikinda

Starfsörorkutrygging vegna veikinda er fyrir þá sem vilja vera vel tryggðir ef þeir fá sjúkdóm og geta ekki stundað vinnu sína lengur.

Tryggingin greiðir bætur vegna sjúkdóms sem leiðir til þess að þú getur ekki sinnt vinnu þinni og starfsörorkubætur ef þú nærð þér ekki að fullu eftir veikindin. Starfsörorka hefur þann kost umfram hefðbundna örorku að hún er tengd við starf þitt og metin út frá því.

Starfsörorkutryggingin getur falið í sér bæði dagpeninga og starfsörorkubætur en þú velur hvort þú tryggir þig fyrir báðum liðum eða bara öðrum. Þú velur einnig bótafjárhæðina.

Tryggingin greiðir

Dagpeningar vegna starfsörorku

  • Mánaðarlega bætur ef þú veikist og getur ekki unnið. Bæturnar eru þá ígildi launa.
  • Bætur ef þú þarft að vera í sóttkví á heimili eða sjúkrahúsi að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda.
  • Kostnað vegna læknisvottorðs.

Starfsörorkubætur

  • Örorkubætur samkvæmt mati ef þú nærð þér ekki að fullu eftir veikindin.
  • Kostnað vegna læknisvottorðs.
  • Bætur vegna tannbrots.

Tryggingin greiðir ekki

  • Bætur vegna þess hluta sem fellur undir biðtíma dagpeninga.
  • Bætur vegna sjúkdóma sem áttu sér stað áður en tryggingin var tekin.
  • Bætur vegna sjúkdóma af völdum ljósabaða, lækningameðferðar, skurðaðgerðar eða lyfjanotkunar, nema meðferðin sé að læknisráði vegna bótaskylds sjúkdóms og gerð á viðurkenndri heilbrigðisstofnun.
  • Bætur vegna sjúkdóma af völdum eitraðra lofttegunda, nema eitrunin hafi orðið skyndilega.
  • Bætur vegna sjúkdóma sem stafa af neyslu áfengis eða fíkniefna.
  • Bætur vegna sjúkdóma sem beint eða óbeint orsakast af völdum hryðjuverka vegna hvers konar líffræðilegra eða efnafræðilegra áhrifa og/eða eitrunar, þ.m.t. vegna sýkla og veira.
  • Bætur vegna starfsorkumissi sem verður á meðgöngu, við fæðingu eða fósturlát, nema því aðeins að missir starfsorkunnar sé af völdum fylgikvilla. Í slíkum tilfellum er biðtími ekki skemmri en einn mánuður.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.

Aðrar upplýsingar

Skoða fleiri tryggingar

Við mælum með því að öll fyrirtæki stór og smá séu með ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, slysatryggingu launþega og lausafjártryggingu.

Ábyrgð­ar­trygging atvinnu­rekstrar

Tryggingin er ætluð fyrirtækjum og rekstraraðilum í þeim tilgangi að bæta tjón þegar skaðabótaábyrgð skapast.

Slysa­trygging laun­þega

Atvinnurekendur eru samkvæmt kjarasamningum skyldugir að bæta slys sem starfsfólk verður fyrir í vinnu sinni. Slysatrygging launþega er sniðin að þörfum atvinnurekenda til að uppfylla skyldur sínar gagnvart starfsfólki sínu.

Slysa­trygging

Slysatrygging er fyrir einyrkja og þá sem eru ekki í stéttarfélagi. Hún er einnig fyrir þá sem eru slysatryggðir en vilja eiga rétt á hærri bótum eða víðtækari vernd.

Sjúkra­trygging

Sjúkratrygging er fyrir þá sem vilja vera vel tryggðir ef þeir fá sjúkdóm og geta ekki stundað vinnu sína lengur.

Lausa­fjár­trygging

Tryggingin nær til þeirra muna sem ekki eru hluti af húseign. Má þar nefna vélar, lager, tölvubúnað, húsgögn og verkfæri.

Víðtæk eigna­trygging

Tryggingin nær til þeirra muna sem ekki eru hluti af húseign.

Rekstr­ar­stöðv­un­ar­trygging

Tryggingin bætir rekstrartap sem verður við stöðvun rekstrar og leiðir af sér samdrátt í sölu eða þjónustu.

Lögboðin ábyrgð­ar­trygging ökutækis

Skyldutrygging fyrir öll ökutæki. Tryggingin bætir tjón sem ökutækið þitt veldur öðrum sem og slys sem þú eða sá sem keyrir ökutækið verður fyrir.

Kaskó­trygging ökutækis

Kaskótrygging bætir tjón vegna áreksturs, sem þú eða ökumaður á þínum vegum, er ábyrgur fyrir.

Vinnu­véla­trygging

Tryggingin tekur á tjónum sem verða á tryggðri vinnuvél vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.

Húseig­enda­trygging atvinnu­hús­næðis

Tryggingin veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum.

Víðtæk flutn­ings­trygging

Tryggingin er fyrir þá sem láta flytja fyrir sig verðmæti með viðurkenndum flutningsaðila milli landa eða innanlands.