Óveðurstrygging húseigna
Óveðurstrygging tryggir húseignina þína fyrir óveðri.
Tryggingin er valkvæð og er góð viðbót við brunatryggingu húseigna sem er skyldutrygging.
Tryggingin bætir
- Tjón vegna óveðurs þegar vindhraði nær 28,5 metrum á sekúndu.
Tryggingin bætir ekki
- Kostnað við að ryðja rústir.
- Tjón á loftnetum, fánastöngum, girðingum og gróðri.
- Tjón vegna stöðvunar á rekstri eða annars óbeins tjóns.
- Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
- Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.