Hoppa yfir valmynd

Innbúskaskó

Lentir þú í óhappi?underlineTryggingin bætir tjón á almennu innbúi og tilteknum tómstundabúnaði sem ekki er tryggður í innbústryggingu, það er að segja ef tjónið verður vegna skyndilegra, ófyrirsjáanlegra og utanaðkomandi atvika.

Tryggingin gildir á Íslandi og á ferðalagi erlendis í allt að 92 samfellda daga í upphafi ferðar frá Íslandi ef ferðatryggingin er innifalin.

Nánari upplýs­ingar um innbúskaskó

  • Við erum oft spurð um muninn á innbústryggingu og innbúskaskó og í stuttu máli má segja að innbústrygging nái yfir tjón á innbúi þínu vegna þjófnaðar, bruna og vatns en innbúskaskó nær yfir ýmiskonar óhöpp sem leiða til tjóns á innbúi þínu.
  • Algengustu tjónin sem við greiðum úr innbúskaskó eru tjón á farsímum, tölvum og gleraugum.
  • Ef þú lendir í tjóni sem bætt er í innbústryggingu er ekki hægt að sækja bætur í innbúskaskó jafnvel þó að fullar bætir fáist ekki greiddar úr innbústryggingunni.

Innbúskaskó er innifalin í F plús 4 og valkvæð í F plús 1, 2 og 3. Munur er á bótafjárhæðum og upphæð eigin áhættu eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða.

Nánari upplýsingar um innbúskaskó

Tryggingin bætir

  • Tjón á innbúi af völdum skyndilegra, ófyrirsjáanlegra og utanaðkomandi atvika.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón á innbúi vegna eðlilegs slits og útlitsgalla sem hefur ekki áhrif á notkun hlutarins.
  • Tjón á innbúi sem rekja má til galla, rangrar samsetningar eða innri bilana.
  • Tjón á innbúi vegna skyndilegra hita- eða rakabreytinga.
  • Tjón á innbúi vegna myglu.
  • Tjón á innbúi vegna þjófnaðar.
  • Tjón á innbúi vegna dýra.
  • Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum F plús 1-4.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar