Hoppa yfir valmynd

Lögboðin ökutækja­trygging

Skyldutrygging fyrir öll ökutæki.underlineÖll getum við lent í því að valda óvart tjóni í umferðinni.

Tryggingin bætir tjón sem ökutækið þitt veldur öðrum sem og slys sem þú eða sá sem keyrir ökutækið verður fyrir.

Hjá okkur greiðir þú enga eigin áhættu ef þú veldur tjóni í umferðinni.

Lögboðin ökutækjatrygging samanstendur af ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns og eiganda.

  • Ábyrgðartryggingin bætir tjón sem þú veldur öðrum með notkun ökutækisins, hvort sem það er á fólki eða hlutum.
  • Slysatrygging ökumanns og eiganda bætir eigið líkamstjón slasist þú eða ökumaður ökutækisins. Slysatryggingin er valfrjáls trygging fyrir torfærutæki sem eru ekki í almennri umferð t.d. flesta vélsleða, krossara og fjórhjól.

Lögboðin ökutækjatrygging sem keypt er hér á landi gild­ir í flest­um Evr­ópu­lönd­um. Tryggingin gild­ir hins veg­ar ekki sjálf­krafa í löndum utan Evr­ópu né í nokkr­um Evr­ópu­lönd­um utan EES. Ef þú ætlar að nota ökutæki þitt í þessum löndum og lendir í aðstæðum þar sem þú þarft að staðfesta trygginguna þína verður þú að framvísa alþjóðlegu tryggingakorti, svokölluðu Grænu korti.

Til að einfalda þetta höfum við útbúið staðfestingu sem þú getur nálgast með því að skrá þig inn á vis.is og velja ökutækjatrygginguna þína. Þessi staðfesting á að duga í stað græna kortsins.

Tryggingin bætir

  • Tjón sem notkun ökutækis veldur öðrum hvort sem það er munatjón eða líkamstjón.
  • Eigið líkamstjón slasist þú eða ökumaður ökutækis þíns.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón sem verður á ökutækinu sjálfu.
  • Tjón sem notkun ökutækis veldur á munum og húsnæði eiganda eða ökumanns ökutækis.
  • Líkamstjón sem þú eða ökumaður verðið fyrir ef rekja má slys til meiriháttar gáleysis eða ásetnings ökumanns.
  • Tjón sem verður í viðurkenndri aksturskeppni.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
Forvarnir
Umferð

Akstur

Um­ferðarregl­ur byggja á lög­um og reglu­gerðum, sem geta tekið breyt­ing­um. Í öku­námi eru lög­in og reglu­gerðirn­ar kennd­ar. Eft­ir það verður hver og einn að fylgj­ast með þeim breyt­ing­um sem verða. Nú­gild­andi um­ferðarlög nr, 77/2019 tóku gildi þann 1. janúar 2020. Með um­ferðarlög­un­um eru ýms­ar reglu­gerðir og má finna þær tengd­ar um­ferðarlög­un­um. Jafn­framt er hægt að nálg­ast sam­an­tekt þeirra á vef Sam­göngu­stofu. Upp­lýs­ing­ar um öll um­ferðarmerki má sjá á vef Vega­gerðar­inn­ar.
Lesa meira

Ef þú ert með ökutækjatryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Fjölskyldu- og innbústryggingar

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Fasteignatryggingar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Líf- og heilsutryggingar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Ferðatryggingar

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

Dýratryggingar