Hoppa yfir valmynd

Einkabílaleiga

Nokkuð er um það að bílaeigendur bjóði bíla sína til afnota til skamms tíma hjá einkabílaleigum. Í slíkum tilvikum þurfa leigumiðlanir að upplýsa okkur um fyrirkomulagið vegna meiri hættu á tjóni á leigutímabilinu. Upphæð eigin áhættu kaskótryggingar bílsins er þá hækkuð til samræmis við það sem gengur og gerist fyrir almenna bílaleigubíla ásamt því að álag er lagt á iðgjald tryggingarinnar á tímabili útleigu. Innheimt er að lágmarki fyrir 30 daga útleigu.

Ef bíllinn þinn er tryggður hjá VÍS þá heimilum við einungis einkabílaleigu á bílum í eigu einstaklinga og með milligöngu leigumiðlunar sem hefur verið samþykkt af VÍS.

Einkabílaleiga er ekki heimil fyrir lögaðila eða á bílum sem eru í eigu fjármögnunarfyrirtækja (það er ekki nóg að vera skráður umráðamaður).

Tryggingartaki:

  • þarf að vera með viðskiptasögu hjá VÍS.
  • þarf að vera í skilum með allar tryggingar.

Bíllinn:

  • má ekki vera með áhvílandi lán.
  • má ekki vera eldri en 12 ára.

Þegar bíll er skráður hjá einkabílaleigu sér leigan um að upplýsa viðskiptavini VÍS um hækkun eigin áhættu og iðgjalds og sendir okkur tölvupóst með upplýsingum um skráningarnúmer bíls og fjölda daga í útleigu svo hægt sé að breyta tryggingunni.

Einkabílaleiga skal vera skráð hjá Samgöngustofu.

Hafðu samband ef eitthvað er óljóst

vis@vis.is