Hoppa yfir valmynd

Farang­ur­s­trygging erlendis

Þegar við ferðumst fylgja okkurunderlineýmsir verðmætir hlutir. Farangurstrygging erlendis bætir tjón á farangri þínum ef hann týnist eða skemmist í flutningi eða ef farangrinum er rænt á ferðalaginu.

Tryggingin gildir einungis ef almenn aðgát er höfð við vörslu hlutanna til dæmis að læsa híbýlum og loka gluggum, að skilja hluti ekki eftir á almannafæri og að flytja þá í viðeigandi og fullnægjandi umbúðum. Ef brotist er inn í híbýli þín gildir tryggingin einungis ef ummerki eru um innbrot. Í slíkum tilfellum þarf lögregluskýrsla að fylgja tjónstilkynningunni.

Bótafjárhæð hlutanna er hlutfall af innbúsverðmæti sem skráð er í innbústryggingunni þinni. Þú getur notað innbúsreiknivél til að finna út meðalvirði innbús miðað við stærð fjölskyldu og húsnæðis. Ef breytingar verða á stærð fjölskyldu eða húsnæðis þá mælum við með að yfirfara og uppfæra skráð innbúsverðmæti.

Tryggingin bætir

  • Tjón á farangri vegna bruna.
  • Tjón á farangri vegna þjófnaðar úr húsum, bifreiðum, húsvögnum og bátum.
  • Tjón á farangri vegna ráns.
  • Tjón á farangri vegna flutningsslysa.
  • Farangur ef hann týnist alveg í flutningi.
  • Skemmdaverk á farangri.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón á brothættum hlutum sem eru í ferðatöskum.
  • Skemmdir á ferðatöskum og hlífðartöskum.
  • Tjón á hlutum sem rispast, beyglast eða merjast ef það kemur ekki niður á notagildi hlutarins.
  • Tjón á hlutum sem rifna eða skemmast í notkun s.s. fatnaður, skíði og annar íþróttabúnaður.
  • Eignaupptöku, kyrrsetningar eða svipaðra aðgerða opinberra aðila.
  • Tjón á farangri sem stafar af eðlilegu sliti, galla eða bilunum.
  • Peninga, farmiða, ferðatékka, ávísanir, skuldabréf eða önnur verðbréf, handrit og frímerki.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum F plús 1-4.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar