Hoppa yfir valmynd

Gagnlegar upplýsingar um COVID-19

Við höfum tekið saman helstu upplýsingar um COVID-19 og ferðatryggingar. Við hvetjum þig því til að kynna þér upplýsingarnar.

Hver eru einkenni COVID-19?

Fyrstu einkenni þeirra sem veikjast geta verið hiti, þurr hósti, beinverkir, höfuðverkur, þreyta, niðurgangur og tap á bragð- og lyktarskyni. Þeir sem verða alvarlega veikir geta átt erfitt með öndun og getur viðkomandi þurft á sjúkrahúsvist að halda. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur allt að nokkrir dagar geti liðið frá því að viðkomandi sýkist þar til einkenni komi fram.

Hvað á ég að gera ef ég finn einkenni?

Í dag er litið á Covid-19 sem venjulega flensu og ekki lengur hægt að bóka sýnatöku í gegnum heilsuvera.is. Hægt að kaupa sjálfspróf fyrir Covid-19 í apótekum og mörgum stórmörkuðum og ef það reynist jákvætt er mikilvægt að gæta vel að sóttvörnum til að minnka líkur á að smita aðra. Hægt er að fá nánari upplýsingar um COVID-19 á covid.is og fá ráðgjöf á netspjalli Heilsuveru.

Upplýsingasíður um COVID-19

Ertu með einkenni COVID-19?

Ef þú ert með jákvætt sjálfspróf fyrir Covid-19 endilega gættu vel að sóttvörnum til að minnka líkur á að smita aðra.

Algengar spurningar um COVID-19

Áttu bókaða ferð til útlanda?
Ertu erlendis?
Upplýsingar fyrir fyrirtæki
Aðrar upplýsingar um COVID-19 og ferðalög
Forvarnir og COVID-19
Sóttkví getur verið góð skemmtun
Unnið að heiman