Hoppa yfir valmynd

Gagnlegar upplýsingar um COVID-19

Við höfum tekið saman helstu upplýsingar um COVID-19 veiruna og ferðatryggingar ásamt forvörnum sem aðstoða þig og þína nánustu við að vera upplýst og takast á við óvissuna sem hún skapar. Það er margt sem við getum gert til að koma í veg fyrir smit og mjög mikilvægt að við leggjum okkur öll fram við að draga úr útbreiðslu veirunnar. Við hvetjum þig því til að kynna þér upplýsingarnar.

Hver eru einkenni COVID-19?

Fyrstu einkenni þeirra sem veikjast er ekki ólík kvefpest, til dæmis hiti, þurr hósti, beinverkir, höfuðverkur og þreyta. Þeir sem verða alvarlega veikir geta átt erfitt með öndun og getur viðkomandi þurft á sjúkrahúsvist að halda. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur allt að nokkrir dagar geti liðið frá því að viðkomandi sýkist þar til einkenni komi fram.

Hvað á ég að gera ef ég finn einkenni?

Ef þú færð eitthvað af þeim einkennum sem geta fylgt COVID-19 getur þú pantað þér tíma í sýnatöku og fengið ráð á heilsuvera.is. Einnig getur þú hringt í 1700 eða á heilsugæsluna þína til þess að fá upplýsingar um næstu skref.

Upplýsingasíður um COVID-19

Ertu með einkenni COVID-19?

Hringdu í 1700 eða pantaðu tíma í sýnatöku á heilsuvera.is

Algengar spurningar um COVID-19

Áttu bókaða ferð til útlanda?
Ertu erlendis?
Upplýsingar fyrir fyrirtæki
Aðrar upplýsingar um COVID-19 og ferðalög
Forvarnir og COVID-19
Sóttkví getur verið góð skemmtun
Unnið að heiman
,