Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 29.12.2022

Við þökkum fyrir viðskiptin og samfylgdina á árinu

Nú í lok árs er gott  að rifja upp árið sem senn er á enda og var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir viðskiptin og samfylgdina á árinu. Við erum þakklát fyrir traustið og hlökkum til næsta árs ─ og erum klár að mæta því óvænta með þér.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS

Traust bakland í óvissu lífsins

Hlutverk okkar sem tryggingafélag er að vera traust bakland í óvissu lífsins. Við viljum hjálpa viðskiptavinum okkar að velja viðeigandi tryggingavernd svo þeir séu betur undirbúnir fyrir lífsins ólgusjó. Lífið getur verið fyrirsjáanlegt en stundum kemur það á óvart, tekur jafnvel óvænta beygju sem við eigum síst von á. Ef eitthvað kemur upp á, þá erum við til staðar.

Góð þjónusta skiptir okkur öllu máli

Við leitumst sífellt eftir því að bæta þjónustuna með það að leiðarljósi að auka ánægju viðskiptavina okkar. Það sannaðist þegar við urðum hástökkvarar í Ánægjuvoginni í byrjun ársins. Við vitum að góð þjónusta og skjót viðbrögð skiptir öllu máli, ekki síst þegar við lendum í tjóni. Í mörgum tilfellum er útgreiðsla tjóna orðin sjálfvirk og bætur greiðast út oft á einungis nokkrum mínútum. Þetta verður að vera einfalt, því við vitum hvað tíminn er dýrmætur.

Keyrum vel og borgum minna

Við höfum skýran vilja til þess að breyta því hvernig tryggingar virka. Þetta þýðir að við hugsum tryggingarnar upp á nýtt ─ og höfum hugrekki til þess að fara nýjar leiðir. Á árinu 2021 kynntum við Ökuvísi til sögunnar sem er ný leið til þess að tryggja bílinn og hvetur viðskiptavini okkar til þess að keyra vel  ─ og borga þá minna. Í upphafi ársins sáum við að Ökuvísir hafði mjög góð áhrif á aksturslag viðskiptavina okkar, í rauninni betri en við gerðum ráð fyrir. Því gátum við lækkað verðið enn frekar til þeirra sem keyra vel.

Við erum stolt af því að Ökuvísir hlaut Íslensku vefverðlaunin fyrir bæði tæknilausn ársins sem og app ársins. Með Ökuvísi erum við svo sannarlega að breyta því hvernig tryggingar virka ─ hefur þú prófað?

Verðlaunum fyrir tryggð

Við ætlum að verðlauna fyrir tryggð og erum að innleiða nýtt vildarkerfi. Við erum þakklát fyrir viðskiptavini okkar ─ og viljum sýna það í verki. VÍS er því fyrst íslenskra tryggingafélaga til að verðlauna fyrir tryggð viðskiptavina sinna með gagnsæjum hætti. Í tengslum við nýtt vildarkerfi kynnum við til sögunnar nýtt app þar sem hægt er að sjá hvernig kjör og fríðindi breytast m.a. með aukinni viðskiptalengd og fjölda trygginga. Í appinu verður einnig hægt að tilkynna tjón og sjá fjölda tilboða og annarra fríðinda.

Við látum gott af okkur leiða

Við létum gott af okkur leiða á árinu en á hverju ári styrkjum við fjölmörg verkefni. Nýsköpunarsjóðurinn okkar er þar fremstur í flokki en tíu milljónum er úthlutað á hverju ári til forvarnaverkefna sem snúa að nýsköpun og líkamlegri og andlegri heilsu.

Eftirtalin verkefni hlutu styrk á árinu frá Nýsköpunarsjóði VÍS:

  • Stígamót hlaut 3,5 milljónir til styrktar verkefninu Sjúkt spjall, sem er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi. 
  • Jákvæð karlmennska hlaut 3,5 milljónir til að vekja athygli á hvers vegna jákvæð karlmennska styður við jafnrétti og hvernig skaðleg karlmennska bitnar á strákum og körlum.  
  • Reiðhjólaskrá hlaut 2,7 milljónir til að auðvelda tilkynningu stolinna hjóla og koma þeim aftur til eigenda sinna.  

Að lokum, bestu þakkir fyrir viðskiptin og samfylgdina á árinu sem senn er á enda. Ég óska þér og þínum farsældar og öryggi á nýju ári.

Með hátíðarkveðju,

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS