Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 12.01.2022

Eru þínar bílatryggingar að lækka?

Tæpt ár er síðan VÍS kynnti Ökuvísi til leiks. Á þeim tíma höfum við séð að viðskiptavinir okkar sem eru með Ökuvísi hafa bætt akstur sinn umtalsvert meira en upphaflegar áætlanir okkar gerðu ráð fyrir. Betri akstur leiðir til færri slysa og tjóna og því sjáum við nú svigrúm til að lækka verð enn frekar til þeirra sem keyra vel og eru með háa einkunn í Ökuvísi, þ.e. með einkunnina 87 og hærri.

Þeir sem keyra vel ─ borga nú enn minna!
Við viljum fækka slysum í umferðinni

Framtíðarsýn okkar er sú að VÍS verði stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka ─ og fækki tjónum. Með forvarnir að leiðarljósi stuðlum við að því að viðskiptavinir okkar lendi síður í tjónum. Í stað þess að bíða eftir að slysin eigi sér stað, viljum við koma í veg fyrir þau.

Keyra betur ─ borga minna

Ökuvísir er annar valkostur í bílatryggingum þar sem hægt er að fá aðgang að appi sem veitir virka endurgjöf um hvað megi gera betur í umferðinni. Ökuvísir er eina bílatryggingin á Íslandi þar sem  einungis tveir þættir hafa áhrif á verðið, þ.e. hvernig þú keyrir (aksturseinkunn) og hversu mikið þú keyrir. Aksturseinkunn byggir á fimm þáttum; hraða, hröðun, beygjum, hemlun og símanotkun. Því betur og minna sem viðskiptavinir okkar keyra, því minna borga þeir. Þetta er því mun einfaldari verðskrá en verðskrá fyrir hefðbundna bílatryggingu. Í hefðbundinni verðskrá hefur til dæmis litur, hestöfl sem og orkugjafi bílsins áhrif á hvað hver og einn borgar fyrir trygginguna. Verðskráin er því einfaldari og gagnsærri en hún hefur nokkurn tímann verið.

Lækkum verð trygginga í Ökuvísi

Það gleður okkur að segja frá því að ákveðið hefur verið að lækka verð hjá þeim eru með háa einkunn í Ökuvísi, þ.e. með einkunnina 87 og hærri. Þess má geta að meðaleinkunn ökumanna með Ökuvísi er í dag yfir 90.  Reynslan sýnir okkur að góður akstur minnkar líkurnar á slysum í umferðinni. Við getum því með sanni sagt að Ökuvísir virkar og viljum að viðskiptavinir okkar njóti góðs af þessum góða árangri. Öruggur akstur margborgar sig!

Lækkunin tekur strax gildi

Þetta þýðir að þeir sem eru með 100 í einkunn fá um 17% lækkun —  og þetta getur orðið enn meiri lækkun ef keyrt er minna en 500 km innan mánaðar. Þá er ekkert til fyrirstöðu að keyra vel og borga minna. Þessi lækkun hefur nú þegar tekið gildi. Viðskiptavinir okkar ættu að sjá lækkunina við næstu mánaðarmót.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS:

„Við viljum fækka bílslysum á Íslandi og höfum mikla trú á Ökuvísi. Því gleður okkur að sjá hversu mikið viðskiptavinir okkar hafa bætt aksturinn ─ sem veitir okkur nú svigrúm til þess að lækka verðið fyrir bílatryggingar í Ökuvísi. Málið snýst einfaldlega um að keyra vel og borga minna. Hægt er að sjá á vis.is hvað tryggingin kostar. Verðskrá fyrir bílatryggingar hefur því aldrei verið jafn skýr og gagnsæ. Við ætlum að breyta því hvernig tryggingar virka ─ og Ökuvísir er svo sannarlega gott dæmi um það.“

Þú getur prófað Ökuvísi í fjórtán daga án þess að kaupa trygginguna og þannig fengið vísbendingu um aksturseinkunn þína. Skoðaðu hvað tryggingin kostar miðað við mismunandi aksturseinkunn.


,